is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3848

Titill: 
  • Umskurður á stúlkubörnum og konum: Nýjar nálganir í forvarnarstörfum og baráttuherferðum þróunarsamvinnustofnana
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður rætt um hvernig baráttuherferðir og forvarnarstörf þróunarsamvinnustofnana gegn umskurði stúlkubarna/kvenna hafa þróast frá því að einkennast af framandgervingu og forræðishyggju í það sem kallast gæti aðstoð á forsendum þiggjenda. Kynntar verða til sögunnar mikilvægi þróunarkenningarinnar Gender and Development og kvenhyggju afrískra kvenna (e. womanism) og hugtaksins atbeini (e. agency) til að gera þróun í takt við staðbundna menningarlega þætti. Því verður haldið fram að baráttan gegn umskurði hafi verið gölluð í marga staði. Baráttan hefur einkennst að skiptingu heimsins í „við og hinir“, hún hefur einkennst að fordómum og fáfræði fjölmiðlafólks og fræðimanna frá Vesturlöndum í garð þeirra sem iðka umskurð. Til að baráttan geti skilað markvissari árangri þarf að gera upp staðalmyndir og misræmið sem umlykur umræðuna um umskurð og í ritgerðinni verður gert upp ranglæti fortíðarinnar með því að beina sjónum lesenda að því sem í raun skiptir máli í umræðunni. Allar raddir sem viðkoma umskurði þurfa að heyrast og atbeini þeirra sem iðka umskurð þarf að koma við sögu í þessari baráttu.

Samþykkt: 
  • 2.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umskurður á stúlkubörnum og konum_fixed.pdf399.8 kBLokaðurHeildartextiPDF
Umskurður á stúlkubörnum og konum - Heimildir_fixed.pdf72.65 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna