EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Verkfræði- og náttúruvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3860

Title
is

Metanbílvæðing á Íslandi. Framtíðarmöguleikar metanbílvæðingar á Íslandi

Abstract
is

Markmið rannsóknarverkefnisins var að kanna hverjir framtíðarmöguleikar
metanbílvæðingar væru á Íslandi. Könnunin var lögð fyrir tvo mismunandi hópa. Níu
aðila sem tengdust metani á einhvern hátt og ellefu aðila sem tengdust metani ekki á
neinn hátt. Spurt var út í framtíðarsýn og þróun á mögulegri metanbílvæðingu. Viðtöl
voru tekin við aðila tengda metani til þess að fá betri sýn inn í það umhverfi sem þeir
störfuðu í.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að fjölgun metanbifreiða var
raunhæf, samt ekki í miklum mæli eins og staðan væri í dag. Viðmælendur töldu að
metan væri góður kostur þegar litið væri til framtíðar og hefði umhverfislegan
ávinning í för með sér en sáu frekari metanvæðingu ekki fyrir sér nema með tilkomu
ríkis og sveitafélaga. Einnig kom fram áhugi á visthæfari ökutækjum almennt. Með
enn meiri nýtingu lífræns úrgangs var bent á að fjölga mætti metanbifreiðum
verulega. Viðmælendur álitu að út frá fjárhagslegu sjónarmiði myndi
metanbílvæðing spara gjaldeyri sem annars færi í kaup á jarðefnaeldsneyti og töldu
hagkvæmt að nota innlenda orku sem eldsneyti.
Af því má álykta að metanbifreiðum getur fjölgað umtalsvert eins og staðan
er í dag og miklir möguleikar eru á nýtingu metans ef farið verður út í byggingu
metanverksmiðja. Rannsóknin leiddi í ljós að þátttaka ríkis og sveitarfélaga er
lykilatriði svo að af metanbílvæðingu verði.

Accepted
03/02/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Arora_Forsida_1_fixed.pdf39.1KBOpen Front Page PDF View/Open
Arora_Forsida_2_fixed.pdf36.3KBOpen Title Page PDF View/Open
Arora_ritgerd_fixed.pdf813KBLocked Complete Text PDF