EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3881

Title
is

Gildi lesturs og mikilvægi málörvunar barna : af hverju að byrja strax?

Abstract
is

Eftirfarandi verkefni er lokaverkefni til B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands vorið 2009. Í verkefninu er fjallað um gildi lesturs og mikilvægi málörvunar og hlustunar ungra barna og leiðir til bættrar mál- og hljóðkerfisvitundar.
Í fyrsta kafla verkefnisins er fjallað um gildi lesturs og hvernig börn tileinka sér tungumálið, málþroska og frávik í málþroska. Í öðrum kafla kemur fram hvernig hægt er að þjálfa mál- og hljóðkerfisvitund barna. Einnig er fjallað um HLJÓM-2, skimunarpróf, sem er próf um forspárgildi lestrar. Í þriðja kafla er sagt frá málörvunarleiðum og hvernig hægt er að efla orðaforða. Í fjórða kafla er bent á hlutverk og ábyrgð foreldra og annarra uppalenda á mikilvægi lestur bóka. Einnig hvernig foreldrar og aðrir uppalendur geta haft áhrif á viðhorf barna til bóka.
Í fimmta kafla verkefnisins er rætt um bókakost heimila, leikskóla og uppbyggingu lestrarstunda. Við gerum okkur grein fyrir mikilvægi ofantaldra þátta en í leiðinni veltum við því fyrir okkur hvernig hægt er að sameina þetta nám á einn stað. Niðurstaðan var sú að útbúa kennsluefni þar sem HLJÓM-2 væri haft til hliðsjónar. Efninu er ætlað að undirbúa börn fyrir lestrarnám en einnig til þess að þjálfa þá þætti sérstaklega sem illa koma út í skimunarprófinu. Efnið samanstendur af málörvunarkassa sem við höfum kosið að kalla Græna kassann. Hann hefur að geyma málörvunarspjöld sem ætlað er að hjálpa kennurum að þjálfa mál- og hljóðkerfisvitund barna í gegnum leik. Þannig geta kennarar á auðveldan hátt nálgast kennsluefnið allt á einum stað. Uppbyggingu og innihaldi kassans eru gerð skil í sjötta og síðasta kafla verkefnisins.
Lykilorð: Mál- og hljóðkerfisvitund, gildi lesturs.

Accepted
05/10/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Lokaverkefni_Elisu... .pdf248KBLocked Complete Text PDF