is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3891

Titill: 
  • Húmor sem vopn almennings: Skopstælingar í kjölfar bankahrunsins á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Húmor getur haft margskonar virkni, bæði í persónulegum samskiptum einstaklinga og ekki síður í stórum samfélögum. Tegundir húmors eru jafnframt margvíslegar og oft getur verið erfitt að áætla hvað er viðeigandi hverju sinni. Í þessari ritgerð er fjallað um húmor sem varð til í kjölfar bankahrunsins á Íslandi haustið 2008 og þann tilgang sem hann hafði. Það form sem fyrst og fremst er skoðað eru skopstælingar eða parodies og aðallega er horft til dreifingar þeirra á netinu.
    Netið er þess eðlis að allir geta komið skoðunum sínum á framfæri á einfaldan hátt og þar af leiðandi endurspeglar það oft viðhorf almennings. Það efni sem berst á þennan hátt um netið er í mörgum tilfellum þjóðfræðiefni og er húmor aðeins lítið brot af því. Oft getur reynst erfitt að finna höfunda slíks efnis en á móti kemur að fleiri þora að senda það frá sér í skjóli nafnleyndar, til dæmis brandara sem innihalda ádeilu eða gagnrýni. Skopstælingar á þessum vettvangi eru margvíslegar og hafa verið mikilvægt verkfæri almennings til að koma skoðunum sínum á framfæri eftir bankahrunið.
    Skopstælingar bjóða upp á dýpri túlkun en ýmsar aðrar tegundir húmors þar sem þær eiga sér alltaf frumverk sem þær vísa í. Frumverkið hefur mismikil áhrif á útkomuna en í sumum tilfellum má finna þar sterka tengingu. Frumverk tengd dægurmenningu eins og kvikmyndum, leikritum og auglýsingum voru til dæmis áberandi í þeim skopstælingum sem urðu til í kjölfar þeirra erfiðleika sem íslenska þjóðin upplifði þegar bankahrunið varð. Þau einkenni tengjast meðal annars þeim kenningum sem settar hafa verið fram um húmor í hörmungum. Í ljósi þess að ekki var um mannskaða að ræða ber lítið á því að almenningur hneykslist á bröndurum tengdum bankahruninu og þjóna þeir ekki síður þeim tilgangi að gera þjóðina að einni heild og ýta þeim sem teljast ábyrgir til hliðar, setja þá utan samfélagsins. Auk þess hefur húmorinn þann tilgang að hjálpa fólki að vinna úr þeim kvíðavaldandi aðstæðum sem mynduðust við þessa atburði, að halda áfram að byggja upp samfélagið þrátt fyrir fjárhagserfiðleika, óöryggi og þá staðreynd að ímynd Íslands í augum annarra þjóða hefur beðið hnekki.

Samþykkt: 
  • 6.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3891


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MAritgerd_dagbjort_fixed.pdf5.57 MBLokaðurHeildartextiPDF