is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3894

Titill: 
  • DRG flokkun, framtíðarnotagildi. Mun DRG flokkun bæta samskipti sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og sjúkratryggingastofnunar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Upplýsingatækni á heilbrigðissviði nær ekki aðeins yfir færslu, meðhöndlun og úrvinnslu gagna heldur einnig yfir færslu sjúkraskrár, stuðning við ákvarðanatöku, stjórnun, gæðamat og greiðslukerfi. Flokkun og kóðun heilbrigðisupplýsinga skiptir megin máli við skráningu, notkun og endurnýtingu gagna. Samskipti Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og sérfræðilækna fer fram með heimatilbúnum greiðslukóðum stofnunarinnar sem bera enga merkingu utan hennar og tilheyra engum viðurkenndum stöðlum um skráningu gagna. ICD-10 og NCSP-IS sjúkdóms- og aðgerðagreiningar eru alþjóðlega viðurkennd flokkunarkerfi sem NordDRG og NordDRG-O flokkun byggir á (DRG flokkun, Diagnosis Related Groups, með norrænni aðlögun, O = outpatient). NordDRG-O notast fyrir ferli- og göngudeildarþjónustu heilbrigðisstofnana og byggir á greiningarflokkum sjúkdómsgreininga, sem allar þurfa líkrar meðferðar eða aðgerðar við, en gæta þarf að einsleitni sjúkdóma og kostnaðar. Tilgangur rannsóknar var að athuga hvort nægileg samsvörun væri á milli NordDRG-O flokka og greiðslukóða TR, sem sérfræðilæknar nota, hvað varðar einsleitni verðs og flokka svo TR gæti tekið upp NordDRG greiðsluflokkun og skráningu, auk samanburðar á verði Landspítala og TR. Um leið var athugað hvort ekki megi einfalda og bæta þau samskipti sem eru á milli ofangreindra aðila í dag og koma í veg fyrir tvíverknað skráningar. Framkvæmd rannsóknar: Gerð var lýsandi samanburðarrannsókn með þægindaúrtaki. Í úrtakinu voru einstaklingar sem leitað höfðu á stofu sérfræðilæknis í 6 mánuði, frá júlí til desember 2007, alls 137 einstaklingar. Skráðar voru ICD-10 sjúkdómsgreiningar, NCSP-IS aðgerðagreiningar og gjaldskrárkóðar TR fyrir þessa einstaklinga. Þessar greiningar voru mataðar inn í Datawell VisualDRG ISL 2007, tölvuforrit sem finnur NordDRG-O flokk. Verð greitt af TR var borið saman við verð reiknað á Landspítala við innleiðingu á NordDRG-O flokkun. Niðurstöður: Í stað 22 greiðslukóða TR kæmu átta NordDRG-O flokkar. Samsvörun milli greiðslukóða TR og NordDRG-O flokkunar var góð nema að mismunur kom í ljós á verði tveggja ólíkra speglunaraðgerða á hné, annars vegar aðgerð á liðþófa og hins vegar krossbandaaðgerð, en þær falla í sama NordDRG-O flokk. Lægra verð var greitt af TR til sérfræðinga í bæklunarskurðlækningum miðað við það verð sem Landspítali hafði reiknað út. Umræða: Átta NordDRG-O flokkar myndu bæði einfalda og skýra samskipti TR við bæklunarskurðlækna. Yrði af því töluverð bót þar sem NordDRG-O er alþjóðlega viðurkennd skráning sem auðveldar mjög samanburð. Þar sem NordDRG flokkunarkerfið er enn í þróun þá virðist auðvelt að leiðrétta mismun þar sem ósamræmis gætir. Ályktun mín er sú að NordDRG-O flokkunarkerfið henti vel sem greiðslukerfi TR í samskiptum við bæklunarskurðlækna eftir endurbætur á flokk speglunaraðgerða á hné og mun geta einfaldað alla greiðsluútreikninga í framtíðinni. Þar sem rannsókn mín nær aðeins til bæklunarskurðlækna þá er óathugað hvort NordDRG-O greiðsluflokkun geti hentað fyrir aðrar sérgreinar innan læknisfræðinnar.

Samþykkt: 
  • 6.2.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3894


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dagny_Gudnadottir_fixed.pdf807.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna