is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3915

Titill: 
  • Knattspyrnuþjálfun með margmiðlun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um vinnu okkar við hönnun, gerð og framkvæmd á æfingasafni í knattspyrnu á margmiðlunarformi. Æfingasafnið er einnig gefið út á margmiðlunardiski. Verkefnið var unnið af undirrituðum í samráði við hugbúnaðarfyrirtækið Sideline Sports, sem sýndi hugmyndinni mikinn áhuga og vill halda þróun hennar áfram með höfundum að námi loknu. Verkefnið er gert til þess að auka möguleika knattspyrnuþjálfara og leikmanna til þjálfunar og miðlunar í knattspyrnu.
    Þær æfingar sem við styðjumst við hafa gott fræðilegt bakland og eru bæði þekktar æfingar auk æfinga sem hafa reynst okkur vel í gegnum okkar eigin þjálfun. Æfingunum er skipt upp í fjóra flokka: sendingaræfingar, skotæfingar, grunnæfingar og knattraksæfingar. Í hverjum kafla er að finna safn sérhæfðra æfinga sem eru vel útskýrðar í upphafi hverrar æfingar. Þær æfingar sem koma vel út í mynd gengu fyrir inn í verkefnið og eru æfingarnar útfærðar á sem bestan hátt með tilliti til áhorfs.
    Upptökur voru framkvæmdar á nokkrum knattspyrnuvöllum á höfuðborgarsvæðinu sem og inni í íþróttahöllum og fjölnota knattspyrnuhöll. Leikmenn á hæsta stigi íslenskrar knattspyrnu voru fengnir til þess að taka þátt í að framkvæma æfingarnar í upptöku. Myndefni var síðan unnið og flutt yfir á margmiðlunarform í bestu mögulegum gæðum með tilliti til væntanlegrar sölu eða sýninga.
    Samhliða verkefninu er lögð fram skýrsla með vinnuheitinu Knattspyrnuþjálfun með margmiðlun þar sem fjallað verður um knattspyrnuna, sögu hennar og þróun auk þess verður farið inn á líkamlegar og líffræðilegar kröfur knattspyrnunnar. Að lokum verður farið inn á framkvæmd verkefnisins, tilgang og markmið þess.

Samþykkt: 
  • 6.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3915


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lun_fixed.pdf165.62 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
a_fixed.pdf34.19 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna