is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3947

Titill: 
  • Prótíntjáning steroidogenic acute regulatory (StAR) gensins í brjóstakrabbameinsfrumulínum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Brjóstakrabbamein er eitt algengasta krabbamein á Vesturlöndum. Margar rannsóknir hafa verið gerðar í tengslum við sjúkdóminn til að finna orsakir hans og stuðla að betri meðferðarúrræðum fyrir sjúklinga. Krabbamein er afleiðing breytinga á erfðaefninu eða erfðabrenglana. Erfðabrenglanir eru allar breytingar sem verða á erfðaefninu, allt frá stökum basabreytingum til viðsnúnings litningasvæða. Komið hefur í ljós að flest brjóstakrabbamein eru ekki tilkomin vegna stökkbreytinga í genum, heldur er um að ræða breytingar á stærri skala svo sem viðsnúningur, yfirfærsla, tap eða mögnun litningasvæða. Tvöfaldanir eða magnanir finnast í allt að 25% brjóstaæxla. Brjóstakrabbamein með slíkar breytingar hafa tilheigingu til að vera erfiðari viðureignar en þar sem þessar magnanir eru ekki til staðar. Mörg litningasvæði eru þekkt fyrir brenglanir í brjóstakrabbameinum, og er litningur 8p12-p11 eitt þeirra. Á þessu litningasvæði eru staðsett mörg gen, s.s. FGFR1, LSM1, BAG4, SPFH2 og StAR, en hingað til hefur ekki tekist að finna drifgen mögnunarinnar. Í þessu verkefni er leitast við að skoða hvort samræmi er milli DNA magnana á 8p12-p11 og tjáningar á StAR prótíninu í brjóstakrabbameinsfrumulínum. StAR er prótín sem hvetur flutning kólesteróls frá ytri hvatberahimnu til þeirrar innri og hjálpar þannig til við myndun pregnenolone, forvera sterahormóna. Brjóstakrabbameinsfrumulínur með þekktar breytingar á 8p12-p11 voru ræktaðar og úr þeim einangruð prótín. Western þrykk var notað til að skoða hlutfallslegt magn prótíntjáningar á StAR í samanburði við fjölda eintaka af geninu. Frumulína ræktuð upp úr fibrocyst úr brjósti var notuð til viðmiðunar. StAR var langminnst tjáð í þeirri frumulínu. Samanborið við hana var aukning á prótíninu í öllum brjóstakrabbameinsfrumulínunum. Þær krabbameinsfrumulínur sem hafa þekktar magnanir á 8p12-p11 svæðinu sýndu u.þ.b. tvöfalt meiri prótíntjáningu en frumulínur með óbreyttan fjölda DNA eintaka eða þekkt tap á 8p12-p11. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að eintakafjöldi gensins geti verið einn af þeim þáttum sem hafa áhrif á magn StAR prótínsins.

Samþykkt: 
  • 7.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3947


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Edda_Bjarnadottir_fixed.pdf532.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna