is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3992

Titill: 
  • Ritstjórn þýðinga. Um hlutverk ritstjóra í verkferli þýddra skáldverka
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útgáfa þýddra skáldverka hefur aukist mikið hér á landi síðustu áratugi. Bókaútgáfur hafa sameinast og nokkrar breytingar hafa orðið á útgáfustarfseminni. Ástæður þess eru margvíslegar svo sem breytingar á efnahagsumhverfi. Efni ritgerðarinnar er ritstjórn þýðinga en þörfin fyrir ritstjórn og ritstjóra eykst í réttu hlutfalli við útgáfu efnis bæði á prentuðu og rafrænu formi. Bókaútgáfan Forlagið er langstærsta útgáfa landsins um þessar mundir og gefur út rit undir útgáfumerkjunum Forlagið, JPV, Mál og menning, Vaka Helgafell og Iðunn.
    Í ritgerðinni sem skiptist í þrjá hluta er fjallað um starfsemi og skipulag Forlagsins, val og útgáfu þýddra skáldverka og námsvinnu höfundar sumarið 2009. Þá er umfjöllun um ritstjórn og ritstjóra, þýðingar, skáldsagnaþýðingar og þýðendur. Auk þess er þar þýðing höfundar á heilræðum ritstjórans M. Lincoln Schuster frá árinu 1962. Í þriðja og síðasta hluta ritgerðarinnar er umfjöllun um rannsókn á hlutverki ritstjóra í verkferli þýddra skáldverka. Þátttakendur í rannsókninni voru sex talsins, þrír þýðendur og jafnmargir ritstjórar og starfa þeir allir fyrir Forlagið. Niðurstöður eru teknar saman og fjallað um helstu hlutverk ritstjóra í útgáfuferlinu.

Samþykkt: 
  • 12.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf177.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna