is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4010

Titill: 
  • Mat á árangri meðferðar átröskunarteymis LSH við lotugræðgi á árunum 2007-2008
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að meta árangur meðferðar hjá konum sem leituðu til átröskunarteymis Landspítala-Háskólasjúkrahúss á árunum 2007-2008. Meðferðin sem veitt er felst í sálfræðimeðferð, lyfjameðferð, næringarráðgjöf, listmeðferð, fjölskyldumeðferð og dagdeildarmeðferð. Þátttakendur voru 64 konur sem fengið höfðu greiningu um lotugræðgi hjá átröskunarteyminu og flestar hlotið meðferð. Á meðferðartímanum hafði gögnum verið safnað í byrjun og við lok meðferðar. Þeir kvarðar sem lagðir höfðu verið fyrir voru BSQ, BULIT-R, EAT-26, OCI, DASS og í sumum tilfellum CIA. Haft var samband við alla þátttakendur eftir að meðferð lauk og þeir beðnir að fylla út ofantalda 6 lista og að auki einn frumsaminn lista sem metur hvaða þættir meðferðar gögnuðust þátttakendum best í meðferð. Svarhlutfallið í þessum eftirfylgnihluta rannsóknar var 33,3%. Ekki var samanburðarhópur til staðar en árangur var metinn með því að bera saman skor á listum við upphaf meðferðar, lok meðferðar og við eftirfylgni. Einnig var könnuð klínísk marktækni, það er að segja hvort skor þátttakenda á BULIT-R, EAT-26 og BSQ tilheyrðu klínísku eða heilbrigðu þýði við lok meðferðar. Niðurstöður sýndu að lotugræðgieinkenni lækkuðu marktækt frá upphafi til loka meðferðar og frá upphafi meðferðar til eftirfylgni. Tæp 60% þátttakenda náðu bata í lotugræðgieinkennum frá upphafi til loka meðferðar.

Samþykkt: 
  • 14.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_fixed.pdf580.79 kBLokaðurHeildartextiPDF