is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4012

Titill: 
  • Fjölmenningarleg menntun fyrir alla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið og tilgangur ritgerðarinnar er að svara rannsóknarspurningunni „Hvers vegna er fjölmenningarleg menntun mikilvæg í nútíma samfélagi?“, með því að fjalla um fjölmenningarlega menntun og draga fram þætti sem benda á hvers vegna hún hentar vel bæði í fjölmenningarlegum eða fjölbreyttum nemendahópum og einsleitari hópum.
    Verkefnið er fræðileg ritgerð sem skiptist í sex kafla þar sem fyrsti kafli er inngangur, annar kafli fjallar um hugtakið menning út frá mismunandi hliðum til að sýna fram á hvernig hún hefur áhrif á hvernig við mótum og túlkum eigin hegðun og hegðun annarra. Í þriðja kafla er fjallað um þróun fjölmenningarlegrar menntunar og ólíkar stefnur hennar. Með þeirri umfjöllun er varpað ljósi á hvers vegna fjölmenningarleg menntun er mikilvæg í nútímasamfélagi. Einnig er fjallað lítillega um hindranir sem hugsanlega hafa áhrif á hversu fjölmenningarleg menntun á erfitt uppdráttar innan veggja skóla. Í fjórða kafla er fjallað um hvað kennarar og skólastjórnendur þurfa að hafa í huga við innleiðingu hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar í starfi skólans og þannig búa til árangursríkan skóla sem er fyrir alla.Í fimmta kafla er fjallað um Ísland og fjölmenningarlega menntun með tilliti til stefnumótunar stjórnvalda, íslenskra rannsókna og íslenskra skóla. Í sjötta og síðasta kaflanum eru dregnar saman helstu niðurstöður verkefnisins og rannsóknarspurningunni svarað.
    Niðurstaða verkefnisins er að allir bekkir eru í raun fjölmenningarlegir þar sem nemendur koma frá ólíkum fjölskyldugerðum, hafa ólík áhugamál og mismunandi hæfni og námsgetu og að fjölmenningarleg menntun er fyrir alla því hún aðstoðar nemendur við að upplifa árangur í námi, þróa þekkingu, viðhorf og hæfni til að eiga jákvæð samskipti í fjölbreyttu samfélagi og til þess að taka virkan þátt í lýðræðislegu þjóðfélagi.

Samþykkt: 
  • 14.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4012


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
alla_fixed.pdf297.87 kBLokaðurHeildartextiPDF