EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Menntavísindasvið >Meistaraprófsritgerðir>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4021

Title
is

Stundum er betra að hlusta en tala : hvernig eru boðskipti á milli stjórnenda og kennara í grunnskóla?

Abstract
is

Viðfangsefni rannsóknarinnar sem hér birtist er að leita svara við hvernig boðskipti fara fram milli stjórnenda og kennara í grunnskóla einum á Íslandi. Skoðað var hvaða boðskiptamiðlar eru notaðir til að koma boðum á milli þessara aðila og áhrif tækninnar á boðskiptin í skólanum.
Helstu hugtök sem stuðst er við eru formleg og óformleg boðskipti, opin og lokuð boðskipti, yrt og óyrt boðskipti, lóðrétt boðskipti og einhliða og tvíhliða boðskipti og boðskiptamiðlar.
Rannsóknarspurningar eru þrjár:
• Hvernig fara boðskipti fram á milli stjórnenda og kennara í grunnskóla?
• Hvaða boðskiptamiðlar eru notaðar í skólanum?
• Hvernig hefur tæknin áhrif á boðskipti í skólanum?
Heiti ritgerðarinnar er:
Stundum er betra að hlusta en tala
Ritgerðin er byggð á eigindlegri rannsókn á boðskiptum í einum grunnskóla á Íslandi. Tekin voru hálfopin viðtöl við skólastjórnendur og kennara í grunnskóla einum á Íslandi. Ennfremur var vettvangsathugun í skólanum og athugun á boðskiptakerfi skólans og einnig fóru óformleg viðtöl fram við stjórnendur og kennara.
Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til að tölvutæknin hafi breytt boðskiptum þó munnleg boðskipti hafi ekki minnkað. Upplýsingastreymi til og frá og innan skólans sem var til rannsóknar hefur margfaldast í upphafi nýrrar aldar. Boðskipti stjórnenda eru munnleg í bland við notkun tölvutækninnar.

Accepted
15/10/2009


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
2009_fixed.pdf811KBOpen Complete Text PDF View/Open