is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4056

Titill: 
  • Smáríki og formennska í Evrópusambandinu
Titill: 
  • Small states and presidency of European Union
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um smáríki og formennsku þeirra í Evrópusambandinu. Í upphafi er
    fjallað um ýmsar skilgreiningar á hvað geti flokkast undir smáríki. Síðan er beint sjónum að
    smáríkjunum innan Evrópusambandsins og hvernig þau hegða sér í samstarfi við aðrar þjóðir.
    Innan Evrópusambandsráðsins (European Council) eru nokkrar stofnanir og fjallað verður um
    tvær aðskildar en þó nátengdar einingar þess, Leiðtogaráðið og Ráðherraráðið. Þar á eftir
    verður formennskunni gerð skil og hvernig hegðun smáríkjanna tvinnast inn í hlutverk þeirra í
    formennsku. Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi formennskunnar og stikklað verður
    á því með tilliti til viðhorfa smáríkjanna til þeirra breytinga. Smáríkjunum finnst mikilvægt að
    halda í formennskuhlutverkið eins og það er í dag. Með breytingunum sem lagðar eru til í
    Lissabon sáttmálanum þykir þeim afleiðingin vera takmarkaðri völd til að hafa áhrifa og sjá
    fyrir sér að rödd þeirra muni ekki fá jafn mikinn hljómgrunn. Smáríkin hegða sér öðruvísi en
    þau stóru þegar kemur að formennskuhlutverkinu og finnst mikilvægara að skila af sér
    áhrifaríkri formennsku sem góður sáttasemjari og með því orðspori að hafa hagsmuni
    sambandsins í fyrirrúmi. Þau sjá sér leik á borði til að hafa pólitísk áhrif og einnig áhrif á
    lagalegar breytingar eins og formennskukerfið er í dag. Smæð hefur oftar en ekki verið álitin
    ókostur en með því að beyta sér rétta, vinna með öðrum stofnunum Evrópusambandsins og í
    samvinnu við önnur aðildaríki bæta þau upp fyrir smæð sína og bygga upp trúverðuleika til að
    taka sanngjarnt á málefnum sem berast á borð formennskunnar. Það gefur þeim ákveðin völd
    til að vera áhrifavaldur um framtíð sambandsins

Samþykkt: 
  • 28.10.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4056


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
eva_reynisdottir_fixed.pdf223.84 kBOpinnRitgerðin öllPDFSkoða/Opna