is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4090

Titill: 
  • Grunnskólanám íslenskra barna eftir búsetu erlendis
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í tengslum við verkefnið var gerð eigindleg rannsókn. Hún hafði það að meginmarkmiði að skoða hvernig móttöku íslenskra barna sem eiga báða foreldra íslenska og dvalið hafa langdvölum erlendis er háttað í íslenskum grunnskólum við skólabyrjun. Jafnframt var skoðað hvernig foreldrar barnanna, börnin sjálf og fyrstu kennarar þeirra upplifðu móttökuna. Tekin voru viðtöl við foreldra fimmtán grunnskólabarna á höfuð-borgarsvæðinu, börnin sjálf og fyrstu kennarana þeirra eftir því sem við var komið. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að um var að ræða misleitan barnahóp. Börnin fluttu hingað til lands á misjöfnum aldri eftir mislanga dvöl erlendis. Þau áttu að baki margvíslega menningar-, mál- og námslega reynslu. Öll upplifðu menningarmun af einhverju tagi en urðu fyrir mismiklu menningaráfalli. Íslenskt mál hafði verið mismikið í umhverfi barnanna og öll höfðu tileinkað sér útlent mál á meðan þau bjuggu erlendis. Málfærni barnanna í hvoru máli fyrir sig var misjöfn og þau misvel undir það búin að takast á við nám í íslenskum grunnskólum og líf í íslensku samfélagi. Mörgum barnanna reyndist skólabyrjunin erfið og var móttaka þeirra misjöfn eftir skólum og kennurum. Sum fengu sérstaka íslenskukennslu og önnur ekki. Það virtist ekki fara í gang sérstakt móttökuferli við komu barnanna í skólana og var réttur þeirra vegna búsetunnar erlendis óljós. Lítið tillit var tekið til þess menningarauðs sem þau komu með í skólana, nema ef hann samræmdist markmiðum Aðalnámskrár grunnskóla. Með því að meta eina tegund auðs umfram aðra getur skólinn stuðlað að félagslegri mismunun til náms, enda þótt hann eigi að vera öllum opinn og veita nemendum jöfn námstækifæri. Svo virðist sem um frekar leyndan barnahóp sé að ræða í skólakerfinu og að grunnskólarnir séu illa í stakk búnir til að sinna íslenskum börnum sem dvalið hafa langdvölum erlendis. Því þarf að breyta. Aukin þekking og skilningur á viðfangsefninu er liður í því að taka betur á móti börnunum. Styrkja þarf stöðu þeirra innan grunnskólans, skilgreina þau sem hóp og tryggja þeim aðgang að sérstakri íslenskukennslu, líkt og börnum sem læra íslensku sem annað tungumál. Einnig er nauðsynlegt að efla foreldrasamstarf og auka upplýsingaflæði milli heimila og skóla.

Samþykkt: 
  • 4.11.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4090


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragna Lára Jakobsdóttir M.Ed-verk-Skemman.pdf703.84 kBLokaðurHeildartextiPDF