EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4203

Title
is

Maður með mönnum. Karlmennskuímyndir í vestrænum nútímasamfélögum

Abstract
is

Femínísk hugmyndafræði hefur á síðustu áratugum verið áberandi innan félagsvísinda. Með aukinni kvennabaráttu og tilkomu kynjafræða sem sértæks náms innan akademíunnar hefur sjónarhorni og umræðu oft verið beint að kynjaðri stöðu kvenna innan samfélaga. Minna hefur farið fyrir umræðu um karlmenn sem kynjuðum verum, hugsanlega vegna þess viðhorfs að þeir hafa talist vera ákveðin staðalmynd á meðan konur hafa talist frávikið. Má ætla að þess vegna hafi ekki þótt ástæða til að rannsaka stöðu karla sérstaklega. Karlafræðin eru tiltölulega nýtt viðfangsefni innan félagsvísinda og með aukinni þekkingu í kynjafræðum er nú lögð áhersla á að skoða karlmenn sem kynjaðar verur í ríkara mæli, ekki síður en konur.
Í þessari ritgerð er ætlunin að skoða hugmyndir um karlmennsku og karlmennskuímyndir innan vestrænna nútímasamfélaga og út frá sjónarhorni karlafræðanna en þau hafa beint sjónum sínum að kynjaðri stöðu karla innan samfélaga. Karlafræðin eru jafnframt ákveðið mótvægi við femínískar kenningar á viðteknum hugmyndum fólks um kyngervi. Fjallað verður um hvernig hugmyndir um karlmennsku skapast, og af hverju. Einnig verður skoðuð birtingarmynd karlmennskunnar í ákveðinni orðræðu og hvernig hennar gætir innan vestrænna nútímasamfélaga. Áhersla verður lögð á staðalímyndir með sérstaks tillits til líkamlegs og félagslegs atgervis karlmanna. Til viðmiðunnar verður síðan fjallað um stöðu fatlaðra karlmanna en ímynd þeirra er ólík hinni fyrri. Til stuðnings efninu verða fræðikenningar innan mannfræðinnar um vald, tvíhyggju og habitus hafðar til hliðsjónar og þær tengdar umfjöllunarefni ritgerðarinnar.

Accepted
06/01/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Utdrattur_fixed.pdf7.52KBOpen Útdráttur PDF View/Open
rg2_fixed.pdf407KBLocked Text Body PDF  
rg_fixed.pdf46.7KBOpen Front Page PDF View/Open