is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4209

Titill: 
  • Lánveitingar andstæðar 104. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995
Titill: 
  • Lending contrary to art. 104 of the Icelandic Company Act no. 2/1995
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hlutafélagalög nr. 2/1995 eru ásamt stofnsamningi og samþykktum þær leikreglur sem gilda um hlutafélög á Íslandi. Varðandi slík félög hefur löggjafinn lagt mikla áherslu á þröngum skilyrðum hvernig félag getur úthlutað fjármuni sína til eigenda sinna, hluthafa félagsins. Ein af þeim leiðum til að koma í veg fyrir slíkt er bann við lánveitingum til tengdra aðila og lánveitingar til kaupa á hlutum í félaginu sjálfu í 1. og 2. mgr. 104. gr. hl. Megin tilgangur ákvæðisins er að vernda höfuðstól, kröfuhafa og hluthafafélagsins að lánveitingar séu ekki gerðar með óforsvaranlegum hætti. Þá getur legið refsiábyrgð við slíkum lánveitingum samkvæmt 153. gr. hl. eða jafnvel ef brot er stórfellt umboðssvikaákvæði 249. gr. alm. hgl. Eini efnislega umfjöllunin sem ákvæðin hafa fengið fyrir dómstólum er í Hrd. 5 júní 2008 eða í hinum svokallaða Baugsdómi en hann skapar bakgrunn umfjöllunarinnar.
    Þannig verður reynt að komast til botns varðandi nokkur lykilatriði varðandi 104. gr. hl.
    1. Hvað þýða hugtökin ,,lán“ og ,,að leggja fram fé“ í skilningi 1. og 2. mgr. 104. gr. hlutafélagalaga nr. 2/1995 og eru skörp skil milli ólögmætra lána og venjulegra viðskiptalána?
    2. Ef gefið er að hlutafélagi sé óheimilt að fjármagna kaup í sjálfu sér, hvaða aðrar leiðir eru færar í slíku. Er t.d. heimilt að greiða út arð sem færi í framhaldinu til greiðslu lánveitingar hjá þriðja manni? Hvað með lækkun höfuðstóls, slit félagsins eða eftirfarandi samruna milli tveggja félaga?
    3. Hverjar eru afleiðingar brota á 1. og 2. mgr. 104. gr. hl.? Geta þær verið einkaréttarlegar, refsiréttarlegar og skattaréttarlegar allt í senn?
    4. Hver eru mörk ákvæðisins varðandi refsingu? Hvenær skal greiða sektir, hve háar og hvenær er brot það stórfellt að fangelsisrefsing gæti legið við því?
    5. Er þörf á breytingu á 104. gr. hlutafélagalaga á Íslandi til samræmis við breytingar í Danmörku sem og breytingu á annarri félagaréttartilskipun Evrópusambandsins?
    Við skoðun á ofangreindum álitaefnum er beint sjónum að þróun löggjafar hér á landi og á Norðurlöndum og umfjöllunum helstu fræðimanna varðandi efni. Þá er litið til dóma og stjórnsýsluframkvæmdar á Norðurlöndum.

Samþykkt: 
  • 6.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4209


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bragi hafthorsson_fixed.pdf588.79 kBLokaðurHeildartextiPDF