is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/422

Titill: 
  • Næring og hollusta : megindleg rannsókn um þekkingu 10.bekkinga á næringu og hollustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna þekkingu 10. bekkinga á næringu og hollustu og að kanna hvort það sem Aðalnámskrá grunnskólanna segir til um að nemendur 10. bekkjar eigi að hafa tileinkað sér að loknu lögbundnu skyldunámi sé að skila sér. Settar voru fram tvær tilgátur í upphafi fyrirlagnar.
    1) Þeir nemar sem eru eða hafa verið í heimilisfræði í vali hafi betri kunnáttu í næringarfræði en þeir sem eru ekki og hafa aldrei verið í heimilisfræði í vali.
    2) Þeir nemendur sem stunda reglulega þjálfun utan skólatíma hafi betri þekkingu á næringarfræði en þeir sem stunda ekki reglulega þjálfun utan skólatíma.
    Úrtakið var 209 nemendur í 5 grunnskólum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Spurningalistar voru unnir upp úr því námsefni sem notað er til heimilisfræðikennslu með hliðsjón af markmiðum Aðalnámskrár grunnskólanna.
    Úrvinnsla spurningalistanna var unnin í SPSS 14.0 þar sem settar voru upp tvær gerðir af töflum, annars vegar einfaldar töflur sem segja til um prósentu réttra og rangra svara og hins vegar krosstöflur þar sem hlutfall svara var skoðað annars vegar eftir því hvort nemendur voru eða höfðu verið í heimilisfræði í vali og hins vegar hlutfall svara eftir því hvort nemendur stunduðu þjálfun utan skólatíma eða ekki.
    Fyrri tilgátan stóðst ekki því þeir nemar sem aldrei höfðu verið í heimilisfræði í vali voru oftar með rétt svör en þeir sem voru eða höfðu verið í heimilisfræði í vali. Seinni tilgátan reyndist vera rétt því þeir sem stunda reglulega þjálfun utan skólatíma voru með mun hærra hlutfall réttra svara en þeir sem ekki stunduðu reglulega þjálfun utan skólatíma.

Samþykkt: 
  • 17.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf380.96 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna