is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4238

Titill: 
  • Vægi þjónandi forystu og starfsánægju. Forprófun á mælitæki þjónandi forystu á hjúkrunarsviðum sjúkrahúsa á suðvesturhluta landsins
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þjónandi forystu (e. servant leadership) meðal starfsmanna hjúkrunarsviða á fjórum sjúkrahúsum á Suðvesturlandi og að athuga hvort tengsl væru á milli þjónandi forystu og starfsánægju. Notað var nýtt mælitæki og réttmæti þess og áreiðanleiki kannaður. Hugmyndafræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar er kenning Greenleafs sem fjallar um árangursrík samskipti og samstarf leiðtoga og starfsfólks. Aðalsérkenni þjónandi leiðtoga er viljinn til að þjóna, að nota sannfæringarkraft sem mikilvægasta valdið, hvetja, hrósa og treysta starfsmönnum. Rannsóknir sýna að árangur þjónandi forystu er aukin starfsánægja og betri árangur í starfi. Rannsóknum á þjónandi forystu og áhrifum hennar fer fjölgandi. Nýlegar rannsóknir í hjúkrun sýna að stjórnendur sem nota þjónandi forystu stuðla að bættum árangri starfsmanna og starfsánægju. Mikilvægt er að auka þekkingu á þjónandi forystu til að benda á leiðir til að efla starfsfólk og bæta gæði þjónustunnar.
    Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn og þýðið allir starfsmenn á hjúkrunarsviði fjögurra sjúkrahúsa (n = 300). Prófuð var íslensk þýðing á nýju hollensku mælitæki, The Servant-Leadership Inventory. Starfsánægja var mæld og spurt um bakgrunn varðandi aldur, starfsstað, starfsstétt, starfshlutfall og stjórnunarstöðu. Niðurstöður sýna að íslenska útgáfa mælitækisins var bæði réttmæt og áreiðanleg. Þjónandi forysta mældist há og hæst meðal hjúkrunarfræðinga. Meirihluti svarenda er ánægður í starfi, 95,7%, sem er hærra hlutfall en mælst hefur í sambærilegum rannsóknum hér á landi um starfsánægju. Fylgni er milli starfsánægju og allra þátta þjónandi forystu, mest milli starfsánægju og eflingar. Marktæk tengsl eru milli þjónandi forystu og bakgrunns þátttakenda nema tengslin við starfshlutfall.
    Draga má þá ályktun samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar að þjónandi forysta sé fyrir hendi á hjúkrunarsviði á sjúkrahúsunum fjórum og sé mikilvæg fyrir starfsánægju á þessum stöðum. Styrkjandi og hvetjandi stjórnunarþættir þjónandi forystu hafa jákvæð og eflandi áhrif á starfsfólk. Með því að styrkja þjónandi forystu á heilbrigðisstofnunum má auka starfsánægju og hafa góð áhrif á árangur í starfi.

Samþykkt: 
  • 8.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaloka_fixed.pdf923.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna