is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4250

Titill: 
  • Heilsa og líðan eftir útskrift af gjörgæslu. Lýsandi rannsókn.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Lega sjúklinga á gjörgæslu vegna bráðra, alvarlegra veikinda getur leitt til skerðingar á líkamlegri, sálrænni og félagslegri heilsu, virkni og vellíðan um langan tíma. Markmið þessarar lýsandi þverskurðarrannsóknar er að lýsa sjálfmetnum heilsutengdum lífsgæðum, einkennum áfallastreituröskunar, minningum um legu á gjörgæslu, sjálfmetnu heilsufari og félagslegum aðstæðum þeirra sem legið hafa á gjörgæslu vegna bráðra, alvarlegra veikinda þremur til 15 mánuðum eftir útskrift þaðan. Tilgangurinn er að afla þekkingar sem heilbrigðisstéttir á Íslandi geta notað til að skipuleggja og bæta þjónustu og sinna þörfum sem þessir sjúklingar kunna að hafa.
    Þátttakendur (N=143) voru fullorðnir sjúklingar sem höfðu legið á gjörgæsludeildum Landspítalans í þrjá sólarhringa og lengur á tímabilinu 1. mars 2008 til 10. mars 2009. Þeim var sendur spurningalisti með mælitækjunum SF-36v2 sem metur heilsutengd lífsgæði, IES-R sem mælir einkenni áfallastreituröskunar og ICU Memory Tool sem mælir minningar. Gögnum var safnað um sjálfmetið heilsufar og félagslegar aðstæður með spurningum rannsakanda.
    Svarhlutfall var 50% (N=73) og meðalaldur svarenda 60,7±16,9 ár. Þremur til 11 mánuðum eftir útskrift af gjörgæslu voru heilsutengd lífsgæði marktækt minni en 12 til 15 mánuðum eftir útskrift hvað varðar líkamlegt heilsufar, líkamlegt hlutverk, félagslega virkni og tilfinningalegt hlutverk. Einn af hverjum þremur sjúklingum hafði mikil einkenni áfallastreituröskunar og marktækt fleiri ranghugmyndir og minningar um líðan úr legu á gjörægslu en þeir sem höfðu lítil einkenni áfallastreituröskunar. Tæpur helmingur taldi heilsu sína ýmist miklu eða dálitlu verri en sex mánuðum fyrir innlögn á gjörgæslu. Rúmur þriðjungur þurftu aðstoð við daglegar athafnir og vegna veikindanna unnu færri launaða vinnu utan heimilis en fyrir legu á gjörgæslu.
    Skerðing á líkamlegri, sálrænnri og félagslegri heilsu, virkni og vellíðan sjúklinga sem legið hafa í þrjá sólarhringa og lengur á gjörgæslu er langvinn og er ekki lokið þegar 15 mánuðir hafa liðið frá útskrift þaðan.

Samþykkt: 
  • 11.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4250


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf1.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna