is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4264

Titill: 
  • Memoria e identidad en España: "El corazón helado" de Almudena Grandes
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um minni og sjálfsmynd á Spáni í nútímanum með sérstakri áherslu á hvernig hæfileikinn að muna og sjálfsmyndarhugtakið koma fram í skáldsögunni El corazón helado eftir spænsku skáldkonuna Almudena Grandes. Í upphafi ritgerðarinnar er ferli skáldkonunnar gerð stuttlega skil. Síðan er fjallað um þjóðfélagsástand og umræðu síðustu ára á Spáni með minnið sem útgangspunkt. Í þessarri umræðu virðast Spánverjar vera að gera upp flókna og erfiða sögu næstum heillar aldar en Spánn á að baki borgarastríð sem stóð frá 1936-1939 og hófst sem aðför að þáverandi lýðveldisstjórn. Uppreisnarmennirnir undir stjórn Franciscos Franco sigruðu og olli það gríðarlegum fólksflótta frá landinu. Í kjölfarið var einræðisstjórn Franco við lýði þar til hann lést 1975. Á þeim tíma hafði almenningur takmarkaðan aðgang að upplýsingum eða þær voru beinlínis ósannar. Þetta hafði heilmikil áhrif á minni Spánverja, það er að segja hvaða minningar festu rætur í hugum þeirra, og þar með á sjálfsmynd þjóðarinar. Þeir sem fóru í útlegð þróuðu með sér annað minni og aðra sjálfsmynd.
    Minni og sjálfsmynd eru fyrirbæri sem eru órjúfanlega tengd. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um minnið og myndun þess. Í því sambandi er skoðað hvernig er hægt að framkalla minningar og ráðskast með minnið, sem í raun eru aðferðir sem einræðisstjórnir nýta sér. Einnig er komið inn á hvaða áhrif andleg og líkamleg áföll geta haft á minnið, en dæmi um slíkt eru borgarastríð og hvers kyns harðræði. Áhersla er lögð á tengsl mannkynssögunnar, stjórnmálanna og skáldskaparins við minnið og þar með tilurð sjálfsmyndarinnar. Í fyrri hlutanum er einnig að finna stutta samantekt á hvernig minnið og minningarnar um borgarastríðið og einræðistímann hafa þróast sem og birtingarmynd þeirra í skáldverkum fram til dagsins í dag. Í síðari hlutanum er skáldsagan El corazón helado tekin fyrir og sjónum beint að tengslum hennar við mannkynssöguna og hvernig minnið kemur fram í frásagnarstíl og efnistökum. Þar hefur höfundurinn vald til að minnast ákveðinna hópa með umfjöllun sinni og bera á borð skoðanir sem hafa áhrif á minni og hugmyndir lesandans um þá atburði sem skáldsagan fjallar um. Í síðasta kaflanum er loks fjallað um minni, tilfinningalíf og sjálfsmynd aðalsögupersónanna í nútímanum en segja má að þær endurspegli þær skoðanir sem uppi eru á Spáni nú á dögum um þessa erfiðu fortíð.

Samþykkt: 
  • 12.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf267.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna