EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4308

Title
is

Athugun á próffræðieiginleikum kvarðanna Eftirsjá-, Ánægja- og Vandi ákvarðana

Abstract
is

Undanfarin ár hefur meiri áhersla verið lögð á virkari þátt sjúklinga í ákvörðunum um eigin meðferðarúrræði, að þeir séu fræddir um mögulegan ávinning og hliðarverkanir meðferðar og að tekið sé tillit til óska þeirra við val meðferðar. Ákvarðanir um meðferðarval geta reynst erfiðar þegar óvissa ríkir um afleiðingar meðferðar og jafnvel er læknisfræðilega óljóst hvaða kostur er bestur. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna próffræðieiginleika íslenskrar þýðingar þriggja kvarða sem notaðir hafa verið í rannsóknum á gæðum meðferðartengdra ákvarðana. Þeir voru Eftirsjá ákvörðunar (Decision Regret Scale), Ánægja með ákvörðun (Satisfaction with Decision Scale) og Vandi ákvörðunar (Decisional Conflict Scale). Kvarðarnir voru lagðir fyrir 214 karla sem greinst höfðu með blöðruhálskirtilskrabbamein á árabilinu 2001 til 2005. Innri áreiðanleiki þeirra var metið með alfastuðli (Cronbach’s alpha), sem var ásættanlegur fyrir Eftirsjá ákvörðunar og mjög góður fyrir Ánægju með ákvörðun og Vanda ákvörðunar. Leitandi þáttagreining á svörum karlanna var aðeins gerð á kvarðanum Vanda ákvörðunar, sem gaf einn þátt sem skýrði 65,15% af heildardreifingu atriða. Jafnframt var athugað hvort munur væri á niðurstöðum þegar þátttakendur voru flokkaðir eftir bakgrunns- og sjúkdómstengdum breytum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að innri áreiðanleiki kvarðanna sé viðunandi og að þáttabygging kvarðans Vandi ákvörðunar víki frá þáttabyggingu upprunalega kvarðans. Nauðsynlegt er að kanna eiginleika kvarðanna enn frekar.

Accepted
14/01/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
PRENTA_fixed-1.pdf1.2MBLocked Complete Text PDF