is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4319

Titill: 
  • Sýn án Sjónar. Snertilist og túlkun listar til sjónskertra safngesta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Það gæti virst sem svo að listasafn væri alls enginn staður fyrir blinda og sjónskerta. Engu að síður er hægt að upplifa list með öllum skilningarvitum, sjón, snertingu, heyrn, lykt og bragði.

    Flestir eru sammála um að þjóðargersemar séu sameiginleg eign allra þegna þjóðfélagsins. En hluti þeirra verka sem flokkuð eru sem þjóðargersemar eru listaverk og sjónskertir eiga mun erfiðara um vik að njóta þeirra en aðrir. Þótt söfn reyni í síauknum mæli að koma til móts við auknar kröfur um aðgengi, hafa aðgerðir fyrri tíma oft takmarkast við frekar almenna hluti eins og aðgang blindrahunda og merkingar verka með blindraletri. Minna hefur verið um að settar hafi verið upp áhugaverðar og fjölbreyttar sýningar með sjónskerta í huga. Fyrir vikið er afar sjaldgæft að sjónskertir fái að taka fullan þátt í upplifun listaverka á sama hátt og þeir sem fulla sjón hafa. 
 Síðustu tíu árin hefur þó átt sér stað jákvæð vakning í söfnum víða um heim í þá átt að gera listina aðgengilega fyrir alla, einnig fyrir þá sem eru verulega sjónskertir eða blindir. Söfn hafa í auknum mæli haft á boðstólum eftirmyndir af listaverkum sem sjónskertir gestir geta upplifað með snertingu. Einnig sjást framfarir í tækni og kennsluvísindum sem stuðla að því að unnt er að gera slíka upplifun mjög innihaldsríka. Í þessari ritgerð er litið nánar á hvaða aðferðir eru notaðar til að miðla list til sjónskertra. Hvernig er hægt er að túlka áferð og innihald listaverka til blindra og sjónskertra?

Samþykkt: 
  • 15.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4319


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Syn_an_Sjonar_fixed.pdf14.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna