is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4324

Titill: 
  • Hvaða áhrif hefur aðild Íslands að Evrópusambandinu á íslenskan sjávarútveg?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að kanna hvaða áhrif aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) hafi á íslenskan sjávarútveg. ESB hefur verið í stöðugri mótun frá stofnun þess eftir lok seinni heimstyrjaldar og byggir á náinni samvinnu aðildarríkjanna. Markmið með stofnun sambandsins var að hefja pólitíska og efnahagslega samvinnu og stuðla að friði og hagsæld í Evrópu. ESB hefur verið áberandi í fréttum undanfarin misseri og eru miklar vangaveltur varðandi það hvort Ísland eigi erindi í ESB eða ekki.
    Íslenskur sjávarútvegur er með mikilvægustu atvinnugrein okkar Íslendinga og hefur umræðan um Ísland, ESB og örlög sjávarútvegsins sjaldan verið meiri en nú. Því er ástæða til að skoða íslenskan sjávarútveg og leita svara við þeirri spurningu hvort hann, einn og sér, réttlæti stöðu Íslands á hliðarlínu ESB.
    Niðurstaðan er sú að innganga í ESB gæti haft mikil áhrif á sjávarútveginn. Stjórn fiskimiða yrði hugsanlega ekki lengur í okkar höndum og sá möguleiki fyrir hendi að bæði kvóti og vinnsla yrðu seld og flutt úr landi. Þá væri stjórn mikilla auðlinda sett í hendur ESB sem gæti haft töluverðar breytingar í för með sér á atvinnugreininni.
    Reglur ESB kveða á um sameiginlega sjávarútvegsstefnu og í því ljósi eru skiptar skoðanir um framtíð íslensks sjávarútvegs innan ESB. Margir telja að Ísland gæti fengið sérlausnir til varnar auðlindum okkar og að við gætum jafnvel haldið áfram stjórn kvótakerfisins á miðum við landið. Ísland gæti jafnframt verið leiðandi í sjávarútvegsmálum innan ESB vegna mikillar reynslu og þekkingar í þessum atvinnuvegi.
    Því er það mat höfundar að skoða eigi alla kosti og galla þess að ganga í ESB fyrir íslenskan sjávarútveg, setjast að samningaborðinu og leggja síðan mat á hvort okkur sé betur borgið innan eða utan ESB. Þrátt fyrir ýmis rök um galla á sjávarútvegsstefnu ESB þá er á það reynandi að ná samningum. Aldrei hefur ekki reynt á þennan málaflokk í aðildarviðræðum, þar sem þjóð eins og Ísland með svo mikla hagsmuni í sjávarútvegi hefur aldrei sótt um aðild að ESB. Því er ekki hægt að segja til um hvers konar samninga við munum fá eða áhrif þeirra á íslenskan sjávarútveg.

Samþykkt: 
  • 15.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4324


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ttir_BAL_fixed.pdf624.53 kBLokaðurHeildartextiPDF