EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4341

Title
is

Tengsl trúarlífs við sálfræðilega velferð á Íslandi og í Evrópu

Abstract
is

Skoðað er samband trúarlífs við sálfræðilega velferð, jákvæða líðan og neikvæða líðan. Þetta er fyrsta íslenska rannsóknin sem kannar þessi tengsl. Erlendar rannsóknir sýna að því ríkara trúarlíf sem fólk á því meiri sálfræðilega velferð býr það við. Unnið var úr gögnum sem safnað var meðal íslenskra háskólanema árið 2009 og gögnum Evrópsku lífsgildakönnunarinnar frá árinu 1991 til að kanna tengsl trúarlífs við sálfræðilega velferð. Einnig var unnin lýsandi tölfræði úr sömu gögnum og úr úrtaki evrópsku gildakönnunnarinnar frá árinu 1999. Tilgátan var sú að sálfræðileg velferð væri meiri eftir því sem trúarlíf væri auðugra.Niðurstöður styðja tilgátuna að litlu leyti. Meðal Evrópubúa voru niðurstöður misvísandi, á sumum trúarlífsþáttum kom fram að aukið trúarlíf tengist betri velferð, en á öðrum þáttum kom fram hið gagnstæða. Á mörgum þáttum komu engin tengsl fram. Meðal Íslendinga kom fram að á nokkrum þáttum tengist ríkt trúarlíf aukinni sálfræðilegri velferð, en á flestum þáttum komu engin tengsl fram.

Accepted
20/01/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
ttir_fixed.pdf2.14MBOpen Complete Text PDF View/Open