is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4343

Titill: 
  • Kuggur og leikskólabörnin. Bækur Sigrúnar Eldjárn um Kugg og gildi þeirra í leikskólastarfi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fjalla ég aðallega um Kuggsbækur Sigrúnar Eldjárn og gildi þeirra í leikskólastarfi. Í leikskólum eru bækur mikið notaðar við kennslu og uppeldi barna. Þau hafa mikinn áhuga á að læra af bókum, sérstaklega ef þær innihalda stórar myndir með sterkum litum. Þau hafa gaman af því að skoða myndir bóka á meðan fullorðnir lesa fyrir þau. Hjá börnunum vakna margar spurningar vegna hluta sem þeim finnast spennandi eða skilja ekki.
    Í fyrsta hluta fjalla ég um þróun barnabóka. Barnabækur eru fræðandi og hafa lengi verið notaðar við barnauppeldi. Í nútíma barnabókmenntum er fantasía áberandi. Bækur Sigrúnar Eldjárn eru í svipuðum flokki og sögur eftir Esóp, Tolkien og Rowling. Bækur þeirra eru spennandi, skemmtilegar og oft með siðferðilegan boðskap.
    Í öðrum hluta fjalla ég um þróun myndskreytinga í íslenskum barnabókum frá 13. öld til dagsins í dag. Á Íslandi er fjöldi höfunda sem gefa út vel myndskreyttar barnabækur. Myndskreytingar eru mikilvægar í barnabókum því þær gefa yngri börnum möguleika á að skoða myndirnar og skilja sögurnar.
    Í þriðja hluta fjalla ég um Sigrúnu Eldjárn, myndskreytingar í bókum hennar og hvernig bækurnar nýtast við uppeldi barna á leikskólum. Bækurnar hennar eru fræðandi og í þeim er fjallað um siðferði, menningu og náttúru, svo fátt eitt sé nefnt. Sigrún myndskreytir allar sínar bækur sjálf, myndirnar hennar eru mjög upplýsandi og lifandi.

Samþykkt: 
  • 20.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4343


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerdLokagerd1_fixed.pdf374.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna