EnglishisÍslenska

Member institutions

Search in


ThesisUniversity of Iceland>Félagsvísindasvið>B.A./B.Ed./B.S. verkefni>

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4352

Title
is

Verðtrygging

Abstract
is

Með tilkomu Ólafslaga, nefndum eftir forsætisráðherranum Ólafi Jóhannessyni, árið 1979, var lagður grunnur að verðtryggingu sem náði til bæði sparifjár og lánsfjár. Ástæðan fyrir því að verðtryggingin var tekin upp var til þess að verja lánveitendur fyrir verðbólgu og snúa við neikvæðum raunvöxtum. Sparnaður Íslendinga fer að miklum hluta fram innan lífeyrissjóðanna. Verðbólgan hafði leikið lífeyrissjóðina grátt og með verðtryggingu var tryggður grundvöllur að myndun fjármagnsmarkaðar og endurreisn peningalegs sparnaðar. Ef borin er saman verðbólga milli Íslands og nágrannalanda kemur í ljós að meðalverðbólga hefur verið töluvert meiri á Íslandi. Í löndum þar sem óvissa ríkir um verðbólgu er verðtrygging forsenda þess að hægt sé að fá langtímalán. Flestir hagfræðingar eru á því máli að einhverskonar verðtrygging sé nauðsynleg, aðrir hafa gagnrýnt að efnahagsleg áhætta lendi einungis hjá skuldara. Um 80% landsmanna segjast vilja afnema verðtryggingu og formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa tekið fram að breytingar verði líklega gerðar á kerfinu. Samanburður á óverðtryggðum og verðtryggðum lánum gefur til kynna að hagstæðara sé að taka verðtryggð lán. Við hrun Íslensku bankanna haustið 2008 hækkuðu bæði gengistryggð og íslensk verðtryggð lán. Í kjölfarið hófst mikil umræða um verðtryggingu, kosti hennar og galla. Lánastofnanir og stjórnvöld hafa kynnt lausnir fyrir einstaklinga í skuldavanda og ljóst þykir að afskriftir lána verða töluverðar á komandi árum. Margir vilja meina að breytingar á fjármálakerfinu séu nauðsynlegar og þar spilar verðtrygging stórt hlutverk.

Accepted
25/01/2010


Artifacts
Name[Sortable]Size[Sortable]Visibility[Sortable]Description[Sortable]Format
Verdtrygging_fixed.pdf441KBLocked Complete Text PDF