is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4361

Titill: 
  • Ferðahegðun Íslendinga innanlands sumarið 2009
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð byggir á rannsókn sem gerð var á ferðahegðun Íslendinga innanlands sumarið 2009. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hver ferðahegðun þeirra væri innanlands ásamt því að skoða hvaða þættir hefðu helst áhrif á ákvörðun þeirra um að ferðast innanlands. Engir tveir ferðamenn eru eins og eru því mismunandi þættir sem liggja að baki ferðum þeirra. Mikilvægt þykir fyrir ferðaþjónustuaðila að skilja og þekkja hvata fólks að því að ferðast þar sem nauðsynlegt þykir að vita af hverju einstaklingar velji ákveðna vöru eða þjónustu. Forsendur fyrir því eru að fá staðbetri þekkingu á hvaða ferðahegðun og afþreying er valin.
    Í rannsókninni var notast við megindlega aðferðafræði þar sem úrtaksrannsókn var framkvæmd. Úrtak rannsóknar voru 140 einstaklingar sem valdir voru kerfisbundið úr símaskránni. Alls fengust svör frá 108 þátttakendum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru að tæplega 90% þátttakenda hafði ferðast innanlands síðastliðið sumar. Þegar þær niðurstöður voru bornar saman við aðrar rannsóknir sem gerðar hafa verið hérlendis mátti sjá vaxandi þróun í ferðum innanlands og fækkun í ferðum erlendis. Flestir höfðu ferðast með fjölskyldum sínum og var það einmitt meginástæða flestra fyrir ferðum í frítíma, þ.e. tækifæri til þess að eyða tíma saman með fjölskyldunni. Þá voru flestir sammála þeim fullyrðingum að þeir veldu áfangastað eftir náttúrulegu aðdráttarafli, út frá fjölskyldugerð og eftir því hvort áfangastaður væri fjölskylduvænn.

Samþykkt: 
  • 26.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4361


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2009_fixed.pdf734.81 kBLokaðurHeildartextiPDF