is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4377

Titill: 
  • Rannsókn á leirkerum frá Aðalstræti og Bessastöðum
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Leirker eru gjarnan einn af stærstu gripaflokkunum sem finnast við fornleifarannsóknir nú til dags. Á Íslandi miðuðust fyrstu fornleifauppgreftirnir við að svara spurningum um upphaf byggðar, en lítið hefur fundist af leirkerum frá þeim rannsóknum. Flest leirker er fundist hafa hérlendis eru frá því eftir siðaskipti og fram til dagsins í dag. Markmið þessarar rannsóknar er að skrá leirkersbrot sem fundust við fornleifauppgröft í Aðalstræti og á Bessastöðum og nýta þær upplýsingar til að varpa ljósi á innflutning leirkera á Íslandi og meta út frá því efnahagslega stöðu í Aðalstræti og á Bessastöðum. Í rannsókninni var farið í ítarlega skoðun og skráningu leirkera í gagnagrunn, en í verkefninu er ein af aðaláherslunum lögð á aðferðafræði við skráningu og þróun gagngrunns og er sá þáttur því leiðandi í verkinu. Til að svara spurningum sem varða verslunarhætti, efnahagslega stöðu og neyslu út frá leirkerum er horft á framleiðslustað leirkeranna og gæði leirsins. Ennfremur verður að hafa í huga hvert notagildi leirkersins er, þ.e. hvort um disk, skál eða bolla sé að ræða eða annað og að lokum aldur þeirra út frá framleiðslunni. Með því að setja þessar upplýsingar í samhengi við það sem vitað er um staðina, útfrá fornleifauppgröftunum, er því möguleiki á að fjalla um hvað leirkerarannsóknir segja um þessa staði. Allir þessir þættir eru skráðir í gagnagrunninn og er óhætt segja að við þessa rannsóknarvinnu verði til viðamiklir og vel aðgengilegir gagnagrunnar sem nýtanlegir eru við rannsóknir á leirkerum.

Samþykkt: 
  • 29.1.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
allt_fixed.pdf50.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
AST_fixed.pdf1.64 MBOpinnGagnagrunnurPDFSkoða/Opna
BES_fixed.pdf9.17 MBOpinnGagnagrunnurPDFSkoða/Opna
types_fixed.pdf116.37 kBOpinnGagnagrunnurPDFSkoða/Opna
typesa_fixed.pdf146.16 kBOpinnGagnagrunnurPDFSkoða/Opna