is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/439

Titill: 
  • Litlu tónskáldin : sköpun í tónmenntakennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaritgerð þessi fjallar um sköpun og sköpunargáfu og viðhorf tónmenntakennara til skapandi starfs. Áhersla er lögð á að skilgreina hugtakið sköpun eins og það birtist í samfélaginu annars vegar og í tónmenntastofunni hins vegar.
    Meginmarkmið ritgerðarinnar er að benda á hversu óljós skilgreiningin á hugtakinu sköpun er og þar af leiðandi hversu erfitt getur verið fyrir kennara að kenna sköpun í tónmennt.
    Meðal helstu niðurstaðna er sú að kennarar sem ekki eru skapandi sjálfir og þekkja ekki þær hugmyndir sem liggja að baki námskránni, eru í vandræðum með að kenna sköpun. Námskráin skilgreinir hvergi hvað er sköpun, heldur leyfir kennurum að fara með frjálsar hendur um efnið. Þetta frelsi nýtist skapandi kennurum sem hafa þekkingu og reynslu til þess að þora að taka áhættur.

Samþykkt: 
  • 21.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heildarskjal.pdf292.72 kBOpinnHeildarskjalPDFSkoða/Opna