is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4409

Titill: 
  • Kynferðisbrot gegn börnum: Einkenni, afleiðingar og ákvörðun miskabóta
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna aldur og tengsl þolenda og gerenda í kynferðisbrotamálum gegn börnum. Kannað var hvort eðli brotanna og ásýnd væri ólík eftir aldri þolendanna og tengsla þeirra við gerendur. Eins var kannað hvort miskabætur hefðu hækkað meira en sem nemur almennum verðlagshækkunum síðustu ár og hvaða breytur hefðu mesta vægið þegar kom að ákvörðun miskabóta í þessum málum. Unnið var með dóma í kynferðisbrotamálum gegn börnum sem kveðnir voru upp í Héraðsdómstólum landsins á árunum 2000-2007. Alls voru þetta 75 mál gegn 128 þolendum sem voru allt börn yngri en 18 ára. Gerendur voru 75 talsins en í sumum tilfellum var dæmt fyrir fleiri en einn þolanda í hverju máli. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að gerendurnir voru í öllum tilfellum karlmenn og var meðalaldur þeirra 37,02 ár (sf=16,81). Þolendurnir voru í flestum tilfellum stúlkur eða í rúmlega 89% tilvika. Meðalaldur þolenda var 10,34 ár (sf=3,49). Þolendurnir þekktu til gerandanna í 84% tilvika. Eftir því sem eðli og ásýnd brotanna voru alvarlegri, því hærri miskabætur voru þolendunum dæmdar. Aldur þolandans og tengsl hans við gerandann hafði hins vegar ekki áhrif á ákvörðun miskabóta, þ.e hvorki voru dæmdar hærri bætur eftir því sem þolandinn var yngri, né voru hærri bætur dæmdar eftir því sem tengsl þolandans við gerandann voru nánari. Alvarleiki og ásýnd brotanna, aldur þolandans og tengsl hans við gerandann skýrðu 42,8% af dæmdum miskabótum. Þegar miskabæturnar voru uppreiknaðar til verðlags í apríl 2009 og skoðaðar með tilliti til alvarleika, ásýndar, aldurs þolanda og tengsla hans við gerandann kom í ljós að miskabætur í kynferðisbrotamálum höfðu ekki hækkað meira en sem nemur almennum verðlagshækkunum.

Samþykkt: 
  • 6.2.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4409


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskjal. 05.02.10_09_fixed.pdf306.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna