is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/443

Titill: 
  • Díoxín og díoxínlík efni : mat á skaðsemi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Talið er að tilvist þrávirkra lífrænna efna í vistkerfi jarðar sé einn alvarlegasti umhverfisvandi heimsins. Díoxín og díoxínlík PCB-efni eru þrávirk lífræn efn sem eru mjög stöðug, safnast fyrir í fituvef lífvera og magnast í þeim eftir sem ofar dregur í fæðukeðjunni. Skaðsemi þeirra byggist aðallega á þessum stöðugleika þeirra.
    Uppruni díoxíns og díxoínlíkra PCB-efna er aðallega frá iðnvæddum svæðum heims. Þaðan dreifast þau um allan hnötinn eftir ýmsum leiðum. Þau berast aðallega í menn með fæðu sem menguð er af efnunum. Ýmislegt hefur verið gert til að minnka losun díoxíns og díoxínlíkra PBC-efna út í umhverfið en þó er enn margt hægt að gera, bæði til að minnka losun og minnka váhrif.
    Í umhverfis- og lífræðilegum sýnum eru díoxín og díoxínlík PCB-efni að öllu jöfnu flókin blanda mismunandi efnamynda. Þess vegna var hugtakið eiturefnajafngildi (TEQ, toxic equivalent ) komið á til að hægt væri að gefa upp styrk fyrir blöndu díoxíns og nýlega einnig fyrir díoxínlík PCB-efni. Þetta var gert til að auðvelda framkvæmd á áhættumati og í reglugerð sem segja til um leyfileg hámörk efnanna. Vikuleg neysluþolmörk hafa verið sett 14 pg WHO-TEQ/kg og hámarksviðmiðunargildi fyrir díoxín og díoxínlík PCB-efnia í matvælum voru sett til að koma í veg fyrir að neysla efnanna færi yfir neysluþolmörkin. Við mat á þessum mörkum var ítalega farið yfir tiltækar rannsóknir um efnin.
    Ýmsar rannsóknir hafa verið gerðar á skaðsemi díoxíns og díoxínlík PCB-efni bæði á menn og dýr. Nokkrar rannsóknir voru kannaðar þar sem sýnt var fram á tengsl styrks díoxíns við krabbamein og annað sem getur hrjáð fólk. Hins vegar hefur oft ekki verið hægt að sýna fram á afdráttarlaust sambandi orsaka og afleiðinga milli skaðsemi og díoxíns og díoxínlíkra PCB-efna. Það bendir þó margt til þess að að díoxín og díoxínlik PCB-efni hafa margvísleg skaðleg áhrif. Vegna þessa áhrifa er nauðsynlegt að gera almenningi betur grein fyrir skaðseminni og hvernig við verðum fyrir váhrifum af völdum díoxíns og díoxínlíkra PCB-efna. Þá getur almenningur stýrt kaupum og neyslu þannig að váhrifin verði sem minnst.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/443


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
dioxin.pdf395.81 kBLokaðurDíoxín og díoxínlík efni - heildPDF
dioxin_e.pdf109 kBOpinnDíoxín og díoxínlík efni - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
dioxin_h.pdf118.84 kBOpinnDíoxín og díoxínlík efni - heimildaskráPDFSkoða/Opna
dioxin_u.pdf82.14 kBOpinnDíoxín og díoxínlík efni - útdrátturPDFSkoða/Opna