is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/447

Titill: 
  • Veiðiálag dragnótar á Íslandsmiðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lykilorð: Dragnót, útbúnaður, beiting, áhrifasvæði, heildarflatarmál.
    Markmið þessa verkefnis er tvíþætt. Annars vegar að finna út hvernig nútíma dragnót er útbúin og hvernig henni er beitt. Hins vegar að reyna að meta hversu mikið botnflatarmál meðaldragnót hefur áhrif á í kasti og út frá því að skoða hvernig sá þáttur, metinn sem veiðiálag, dreifist á miðin umhverfis landið árið 2004. Sú rannsóknaraðferð sem beitt var við vinnslu verkefnisins var í formi könnunar sem skipstjórar dragnótabáta voru beðnir að taka þátt í og síðan út frá henni voru þessir þættir metnir. Þýðið taldi 95 skip og úrtakið 40 skip. Svarhlutfall könnunar var 68% miðað við úrtak sem gefur 28% svarhlutfall af þýði.
    Niðurstöður fyrri hlutans voru þær að meira en helmingur þeirra skipstjóra sem tóku þátt notar tveggja byrða dragnætur eða um 63% þeirra sem svöruðu. Fjögra byrða voð er þó algengari en tveggja byrða úti fyrir Vestfjörðum. Um 56% eru með svokallaðan grjóthoppara undir dragnótinni, algengastur er slíkur búnaður í Breiðafirði og úti fyrir Vestfjörðum eða um 80%. Helmingur þeirra sem svöruðu eru með heildartóglengd á bilinu 1200-1500 faðma á hvort borð. Ástæður þess hversu mikið tóg notað er í kasti er í nær öllum tilfellum stærð svæðis ásmat því sem dýpi hafði mikið að segja. Um 92% flotans er með sverleika tóga yfir 28mm. Meirihluti skipstjóra notar leggglugga fyrir framan poka eða 56%. Algengastur er slíkur búnaður úti fyrir Suðurlandi enda er hann bundin í lög á því svæði. Um 83% þeirra sem svöruðu á það til að skipta um dragnót í miðri veiðiferð. Ástæður þess að skipt er um veiðarfæri eru helstar, hvaða svæði á að veiða á og hvaða fisktegund á að veiða í það skiptið. Notkun leggpoka er algengust úti fyrir Suðurlandi og reyndar nota langflestir eða 77% leggpoka og þá flestir með 135mm möskva.
    Áhrifasvæði meðaldragnótartogs var metið 2,25 km2 sem jafngildir 0,66 nm2. Heildaráhrifasvæði var metið 101.475 km2 (29.553 nm2) árið 2004. Mörg tog eru þó hvert ofan í annað og því var álag meira á sumum svæðum en öðrum. En ef sú tóglengd sem skráð er í afladagbækur hjá þeim sem tóku þátt í könnuninni er notuð til að finna út áhrifasvæði meðaldragnótar yrði áhrifasvæðið 1,91 km2 á hvert tog. Ef hins vegar skráð tóglengd hjá þýðinu yrði notuð þá yrði áhrifasvæði meðaldragnótar 1,75 km2 á hvert tog.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
veidialag.pdf1.09 MBTakmarkaðurVeiðiálag dragnótar á Íslandsmiðum - heildPDF
veidialag_e.pdf89.04 kBOpinnVeiðiálag dragnótar á Íslandsmiðum -efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
veidialag_h.pdf150.65 kBOpinnVeiðiálag dragnótar á Íslandsmiðum - heimildaskráPDFSkoða/Opna
veidialag_u.pdf122 kBOpinnVeiðiálag dragnótar á Íslandsmiðum - útdrátturPDFSkoða/Opna