is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4498

Titill: 
  • Standast gengistryggð lán ákvæði 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í kjölfar hruns íslenska fjármálakerfisins hefur lögmæti þeirra gengistryggðu lána sem almenningi á Íslandi stóðu til boða hjá fjármálafyrirtækjum landsins verið dregið í efa. Lántakendur slíkra lána þurfa nú að standa skil á stökkbreyttum afborgunum þeirra sem eru mörgum hverjum ofviða. Það var því ákvörðun höfundar að kanna lögmæti slíkra lána með tilliti til ákvæða 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Fjallað er um tilurð laganna og tilgang fyrrnefndra ákvæða þeirra. Tilgangur ákvæðanna er m.a. að leggja blátt bann við því að skuldbindingar í íslenskum krónum séu bundnar dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Þá var lagt mat á lögmæti lánasamninga og kaupleigusamninga sem útbúnir voru af nokkrum helstu fjármálafyrirtækjum landsins og þeir skoðaðir ítarlega. Við þetta mat voru þær reglur íslensks réttar, sem gilda um túlkun einhliða samningsskilmála, hafðar hér að leiðarljósi. Niðurstaða mín er sú að þeir lánasamningar, sem skoðaðir voru, brjóti ekki í bága við íslensk lög en lögmæti kaupleigusamninganna er hins vegar dregið stórlega í efa. Þessar ályktanir duga þó ekki til að komast að almennri niðurstöðu um lögmæti gengistryggðra lána þar sem sá fjöldi samninga, sem skoðaður var, er ekki tæmandi og því mögulegt að aðrir samningar, sem gerðir voru, hefðu getað leitt til annarrar niðurstöðu

Samþykkt: 
  • 8.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Ritgerð Ingvar Christiansen.pdf8.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna