is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4518

Titill: 
  • Þeir fiska sem mega : 1. mgr. 75.gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944, sbr. lög nr. 97/1995 um atvinnufrelsi með hliðsjón af lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006
Titill: 
  • The 1. paragraph of article 75 of the Constitution, regarding the freedom of employment in reference to Act no. 116/2006 on control over fisheries
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Allt frá því að fiskveiðistjórnunarkerfi var komið á með lagasetningu árið 1983 og tók gildi 1984 hefur það verið mjög umdeilt á Íslandi. Mikið hefur verið rætt um fiskveiðistjórnunarkefið á undanförnum misserum og mjög skiptar skoðanir á því hvernig þessu kerfi skuli háttað. Það sem vakti áhuga höfundar á efni rigerðarinnar var sú umræða að færri kæmust að en vildu til að stunda fiskveiði og fannst því vert að líta til tilgangs atvinnufrelsisákvæðisins frá upphafi, þar atvinnufrelsið er verndað í stjórnarskrá okkar Íslendinga. Fannst höfundi því áhugavert að rekja sögu atvinnufrelsisákvæðisins og skoða hver tilgangur og markmið þess var í upphafi.
    Það hefur komið víða fram og meðal annars fyrir dómstólum að takmörkun á atvinnufrelsi hafi verið hægt að réttlæta sem tímabundna ráðstöfun, en hins vegar var hún með lögum um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 gerð ótímabundin. Höfundi fannst því athyglisvert hvort í raun væri eðlilegt að atvinnufrelsi manna væri skert á þennan hátt með ótímabundnum hætti og verður fjallað sérstaklega um tvo dóma Hæstaréttar í þessu samhengi.

Samþykkt: 
  • 11.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4518


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sandra_johannsdottir_pdf.pdf1.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna