is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/455

Titill: 
  • Lúðueldi á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lykilorð: Lúða, vöxtur, eldistími, gæðamat, hagkvæmni.
    Verkefni þetta fjallar um áhrif umhverfisþátta á vöxt lúðu í eldi. Bornar eru saman afurðir frá tveimur eldisstöðvum, fiskeldisstöðinni Silfurstjörnunni í Öxarfirði annars vegar og matfiskeldisstöð Fiskey ehf. í Þorlákshöfn hins vegar, með tilliti til mismunandi vaxtarhraða og gæða afurða. Markmið þessa verkefnis er að kanna hvort hraðari vöxtur komi niður á gæðum lúðunnar og meta hagkvæmni fiskeldisfyrirtækis af auknum vaxtarhraða og styttri eldistíma.
    Fiskey og Silfurstjarnan hafa gert með sér samstarfssamning um tilraunaeldi á lúðu í matfiskstærð og komu fyrstu seiðin til Silfur¬stjörnunnar í október 2002. Markmiðið var að ala lúðuna við kjörhitastig allan eldistímann og ná þannig fram mati á vaxtargetu hennar við bestu skilyrði. Komið hefur í ljós að lúðan vex mun hraðar í Silfurstjörnunni en í Þorlákshöfn og styttir þetta eldistímann um 6 mánuði.
    Til að meta gæði afurða voru framkvæmdar efnamælingar og þjálfaður skynmatshópur mat hvort marktækur munur væri á bragði og áferð afurða frá eldisstöðvunum tveimur. Til að meta hagkvæmni vegna aukins vaxtarhraða og styttri eldistíma var gerð næmnigreining.
    Niðurstöður þessa verkefnis benda til þess að hraðari vöxtur hafi ekki áhrif á gæði afurða. Hraðari vöxtur er því hagkvæmari og gefa niðurstöður vísbendingu um að stytta megi eldistímann úr rúmlega 34 mánuðum niður í 28 mánuði að lágmarki. Framleiðslukostnaður (utan seiðaverðs) fellur við þetta úr 298 kr/kg niður í 263 kr/kg.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/455


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ludueldi.pdf1.19 MBOpinnLúðueldi á Íslandi - heildPDFSkoða/Opna