is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4576

Titill: 
  • „Allir vilja eignast íslenskar vinir“ : hverjar eru helstu hindranir á vegi erlendra grunn- og framhaldsskólanemenda í íslensku skólakerfi?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um þær hindranir sem verða á vegi erlendra nemenda
    í íslenskum grunn- og framhaldsskólum. Byggt er á þeim gildum í
    íslenskum grunn- og framhaldsskólalögum sem kveða á um að almenn
    menntun skuli vera þannig að komið sé í veg fyrir mismunun vegna
    uppruna, kyns, búsetu, stéttar, trúarbragða eða fötlunar og að stuðlað sé
    að alhliða þroska allra nemenda, ásamt virkri þátttöku þeirra í
    lýðræðisþjóðfélagi, með því að bjóða hverjum nemanda nám við hæfi.
    Kenningar Pierre Bourdieu í menntunar- og menningarfélagsfræði
    skipa veigamikinn sess í ritgerðinni en þær skýra hvernig menntakerfi og
    menningarlíf viðhalda duldri félagslegri mismunun í nútímasamfélögum.
    Skólinn getur þannig stuðlað að félagslegri mismunun með því að festa
    gildismat ráðandi hópa í sessi á kostnað annarra, án þess að það sé
    sýnilegt.
    Rannsóknaraðferðin er eigindleg, þar sem tekin eru hálfopin viðtöl við
    erlenda unglinga í grunn – og framhaldsskólum, ásamt viðtölum við
    kennara, sem allir hafa mikla reynslu af kennslu erlendra nemenda á
    framhaldsskólastigi. Tilgangurinn með viðtölunum er að öðlast dýpri
    skilning á eðli þeirra vandamála sem erlendir nemendur standa frammi
    fyrir í íslensku skólakerfi ásamt því að kynnast menningarbakgrunni og
    stéttarstöðu þessara einstaklinga.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að um náms- og félagslega
    mismunun gagnvart erlendum nemendum sé að ræða í íslenskum grunnog
    framhaldsskólum. Rauði þráðurinn í svörum viðmælenda er útilokun
    erlendra unglinga frá íslenskum skólafélögum. Aukin íslenskukunnátta
    nægir þeim ekki sem aðgangur að klúbbnum.
    Lykilhugtök: Bakgrunnur, brottfall, erlendir nemendur, félagsleg
    mismunun, félagstengsl, fjölmenning, fordómar, hindranir, heimamenning,
    inntökuskilyrði, kennsluaðferðir, menningarheimar, móðurmál,
    móttökudeild, skólastefna, stéttarstaða, stoðkerfi, væntingar.

Samþykkt: 
  • 23.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4576


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Nína V_master_fixed.pdf522.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna