is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4614

Titill: 
  • „Strákur sem skælir, er enginn strákur.“ Þróun kynhlutverka og staðalímynda í íslenskum prakkarasögum; frá Gvendi Jóns til Fíusólar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hér er fjallað um þá breytingu sem orðið hefur á birtingarmyndum kynjanna í íslenskum prakkarabókum frá því þær nutu hvað mestra vinsælda á sjötta áratug síðustu aldar og til dagsins í dag. Skoðaðar eru tveir bókaflokkar um prakkara, það eru bækurnar um Gvend Jóns eftir Hendrik Ottósson sem komu út á árunum 1949-1964 og bækurnar um Fíusól eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur sem komu út á árunum 2004 til 2008. Birtingarmyndir kynjanna og persónusköpun í þessum tveimur bókaflokkum verður skoðuð í sögulegu ljósi sem og með tilliti til kynhlutverka og staðalímynda kynjanna.
    Stuðst er að mestu leyti við erlendar fræðigreinar og rannsóknir sem gerðar hafa verið á birtingarmyndum kynjanna í erlendum barnabókum af fræðimönnum á borð við Fionu Crowle (án árs), Diane M. Turner-Bowker (1996), Carole M. Kortenhaus og Jack Demarest (1993), Dennis Butts (2002 og 2004) og Mariu Nikolajevu (2001). Niðurstöður þessara rannsókna eru svo bornar saman við niðurstöður rannsókna minna á bókunum um Gvend Jóns og Fíusól og athugað hvort samræmi sé þar á milli. Einnig er stuðst við rannsóknir Silju Aðalsteinsdóttur og fleiri íslenskra fræðimanna þegar kemur að umfjölluninni um prakkarabækur.
    Í öllum þeim erlendu rannsóknum sem skoðaðar eru er niðurstaðan sú að drengir og stúlkur í barnabókum hafi verið sýnd á afar ólíkan hátt í gegnum tíðina. Drengirnir hafa mikla yfirburði á flestum sviðum, þeir eru bæði í áhrifameiri og meira spennandi hlutverkum en stúlkurnar sem eru oftast undirgefnar og hafa oft einungis það hlutverk að aðstoða drengina.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að birtingarmynd kynjanna er afar ólík í bókaflokkunum tveimur um Fíusól og Gvend Jóns. Gvendur Jóns og félagar telja sig vera mikla karlmenn sem sé ekki samboðið að umgangast stelpurnar þar sem þær eru að þeirra mati skrefinu neðar í virðingarþrepi samfélagsins. Þeir eru mjög meðvitaðir um kyn og kynhlutverk. Fíasól er aftur á móti fyrst og fremst krakki, síðan stelpa. Kyn hennar eða annarra skiptir hana nákvæmlega engu máli.

Samþykkt: 
  • 30.3.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heimildaskrá.pdf28.94 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
ritgerð2.pdf167.4 kBLokaðurMeginmálPDF
Forsíða.pdf29.74 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Strákur sem skælir, er enginn strákur.pdf183.17 kBLokaðurHeildartextiPDF