is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/464

Titill: 
  • Hugmyndir kennara og nemenda um verklega kennslu í eðlis- og efnafræði á unglingastigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Fjallað er um verklega kennslu íslenskra kennara í náttúrufræði og upplifun nemenda þeirra af kennslunni, með aðal áherslu á eðlis- og efnafræði á unglingastigi. Tekin voru viðtöl við þrjá kennara og þrjá nemendur þessara kennara og fylgst með kennslustund hjá hverjum kennaranna. Einnig var lagður atriðalisti fyrir kennarana þar sem þeir áttu að raða markmiðum og markmiðaflokkum tengdum verklegri kennslu eftir mikilvægi. Allir kennararnir áttu það sameiginlegt að vera náttúrufræðikennarar á unglingastigi grunnskóla og allir með mikla starfsreynslu, eða frá 12 og upp í 25 ára reynslu. Nemendurnir þrír áttu það allir sameiginlegt að hafa verið nemendur í viðkomandi skólum alla sína skólagöngu og voru allir í 9. bekk grunnskóla með einn af þessum kennurum sem náttúrufræðikennara.
    Tilgangurinn með þessari rannsókn var að athuga hvort og þá hvernig verkleg kennsla sé hluti af náttúrufræðikennslu á unglingastigi hjá þessum kennurum, hvað kennararnir segja um verklega kennslu sem hluta af náttúrufræðikennslu, hver helstu markmið þeirra séu með verklegri kennslu og hvernig þeir telja að nemendurnir upplifa hana. Nauðsynlegt þótti að athuga bæði hvað kennararnir höfðu að segja um sína náttúrufræðikennslu og fá einnig sýn nemenda þeirra á náttúrufræðikennslunni.
    Niðurstöðurnar gáfu til kynna að nokkuð gott samræmi var á milli þess sem kennari sagði um kennslu sína og það sem nemendur sögðu um hana. Kennsluhættir kennarana þriggja voru mjög ólíkir og misjafnt var hvort þeir lögðu mikið upp úr verklegri kennslu eða mjög lítið. Allir voru þeir þó sammála um það að verkleg kennsla sé mjög gagnleg, en rosalega mikil vinna. Kennararnir voru einnig sammála um að helsta markmiðið með verklegri kennslu er að ýta undir áhuga og örva nemendur í námi. Nemendurnir þrír voru sammála um það að verkleg kennsla væri skemmtileg, eftirminnileg og ýtti undir skilning.

Samþykkt: 
  • 21.8.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/464


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf471.81 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Fylgiskjöl.pdf81.23 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna