is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4655

Titill: 
  • Brostnar forsendur í samningarétti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er hinar ólögfestu reglur um réttaráhrif brostinna forsendna í samningarétti. Í henni verður gerð grein fyrir þeim skilyrðum sem almennt er talið að verði að vera fyrir hendi svo beiting reglnanna komi til greina. Að auki verður þeirri spurningu velt upp hvort sumar forsendur séu þess eðlis að ekki stoði að bera fyrir sig að þær hafi brostið. Við þá umfjöllun verða áhrif lagabreytinga á þegar gerða samninga helst höfð í huga, þ.e. þegar löggerningsgjafi gengur til samningsgerðar á þeirri forsendu að lagaumhverfi samningsins haldist óbreytt en raunin verður síðan önnur.
    Þar sem umfjöllunarefni ritgerðarinnar er helst á sviði samningaréttar þótti rétt að byrja hana á stuttri og almennri umfjöllun um það réttarsvið. Í 2. kafla verður því gerð grein fyrir réttarsviðinu og helstu hugtökum þess. Í sama kafla er gerð grein fyrir helstu meginreglum samningaréttar og undantekningum frá þeim en slík umfjöllun er nauðsynleg þegar fjallað er um ógildingarástæður samningaréttar. Í 3. kafla er að finna almenna umfjöllun um brostnar forsendur sem ógildingarástæðu í samningarétti. Skilyrði fyrir beitingu reglnanna eru rakin sem og dómar raktir til skýringar. Í framhaldinu var talið óhjákvæmilegt að gera stutta grein fyrir 36. gr. laga um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga nr. 7/1936. Sú greinargerð er takmörkuð við tengsl ákvæðisins við reglurnar um brostnar forsendur. Í 4. kafla er komið að aðal umfjöllunarefni ritgerðarinnar. Þar eru m.a. raktar kenningar um forsendur sem telja má of almennar eða einstaklingsbundnar til að umræddar reglur geti átt við. Í framhaldinu eru þær forsendur bornar saman við þá forsendu löggerningsgjafa að lagaumhverfi samnings haldist óbreytt. Í dómaframkvæmd hefur reglum um brostnar forsendur verið beitt í tilvikum þar sem breytt löggjöf hefur áhrif á þegar gerða samninga. Í því skyni að draga fram hvaða aðstæður eða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi svo fallist sé á slík lagarök verða helstu dómarnir er það varða raktir í kafla 4.2. Í 5. kafla verður svo efni ritgerðarinnar dregið saman í lokaorð og ályktanir dregnar.

Samþykkt: 
  • 15.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA - ritgerð.pdf260.11 kBLokaðurHeildartextiPDF