is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4682

Titill: 
  • Kukl og kaffi: Forlagatrú og bollaspádómar að fornu og nýju
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Bollaspádómar eru og hafa verið gríðarlega spennandi að mati Íslendinga. Þeir ásamt öðrum tegundum spádóma grundvallast af ákveðinni forlagatrú sem nauðsynleg er til að hægt sé að skyggnast inn í framtíðina. Í þessari ritgerð er forlagatrúin rannsökuð ásamt spádómsaðferðum sem tíðkaðar hafa verið bæði hérlendis og erlendis og sjónum síðan beint sérstaklega að bollaspám. Fjallað er um bollaspádóma út frá kenningum fræðimanna á borð við Claude Lévi-Strauss, Mircea Eliade, Johan Huizinga og Pierre Bourdieu og farið er ítarlega á þjóðfræðilegan hátt í aðferðina sjálfa, siðina sem henni tilheyra, viðhorf til hennar og félagslegt hlutverk. Þróun bollaspádóma er svo skoðuð og sagt frá gullöld þeirra um miðja 20. öld og hvernig þeir verða fyrir barðinu á neyslumenningu og hraða nútímans. Rannsóknin byggist á viðtölum höfundar við einstaklinga ásamt bæði rituðum heimildum og netheimildum sem tengjast bollaspám. Einnig er stuðst við þjóðtrúarkönnun sem gerð var á vegum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og spurningalista þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins. Meginhlutverk rannsóknarinnar er að rannsaka sögu bollaspádóma og stöðu þeirra í dag ásamt því að sýna fram á tengsl þeirra við menningu Íslendinga. Er það von höfundar að ritgerðin geti opnað lesendum sýn inn í heim bollaspádómanna sem mörgum er hulinn en er stórmerkilegur að mörgu leyti.

Samþykkt: 
  • 16.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4682


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-lokaskil.pdf640.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna