is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4695

Titill: 
  • Fyrirbærið sem enginn veit hvað er: Emotónlist, tíska og fólk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð fjallar um fyrirbærið emo: Emotónlist, emotísku og emofólk. Ég reyni að komast að því hvað emo sé í rauninni og hvort hægt sé að skilgreina hugtakið. Ég fer yfir sögu emotónlistar, fer yfir textagerð emohljómsveita og tala um kynjamuninn þar. Ég reyni að lýsa emotískunni og tísku, sem kölluð hefur verið scene, sem þróaðist út frá emo. Ég skoða einnig umfjöllun fjölmiðla og bloggara um emo. Ég byggi rannsókn mína á viðtölum, samtölum, bókum og greinum. Það hefur ekki voðalega mikið verið skrifað um emo í gegnum tíðina og átti ég í nokkrum vandræðum með að finna rit um efnið.
    Niðurstöðurnar eru þær að í raun sé ekki hægt að segja til um hvað emo sé. Emotónlist getur verið allskyns, en flestir flokka emo sem rokktónlist með tilfinningaþrungnum textum. Hinsvegar eru ekki allir emotextar tilfinningaþrungnir og enginn vandi er að finna tilfinningaþrungna texta í öðrum tegundum tónlistar. Tískan byggir á algengum klæðaburði, svosem gallabuxum, hljómsveitarbolum og strigaskóm. En það sem gerir emotísku að emo er aðallega hárið, sem þarf að vera svart og fyrir augunum. Fjölmiðlar birta svo aðra mynd af emo, þar sem öllum emokrökkum er lýst sem þunglyndissjúklingum sem skera sig og látið er að því liggja að emo sé hættulegur sértrúarsöfnuður.

Athugasemdir: 
  • Verkinu fylgir geisladiskur sem er varðveittur í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Samþykkt: 
  • 19.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4695


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HelgaBaritgerd.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna