is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4718

Titill: 
  • „Getur þú sagt leikskólanum það, að það vanti klifurgrind?“ : þátttaka, virkni og sýn fimm ára leikskólabarna á útileiksvæði leikskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi rannsóknarritgerð er lokaverkefni til B.Ed. prófs í leikskólakennarafræði við Háskóla Íslands haustið 2009. Hún beinir sjónum að viðhorfum, þátttöku, og virkni fimm ára leikskólabarna á útileiksvæði leikskóla. Markmiðið er að draga fram í dagsljósið sjónarmið barna og leita svara við því hvaða gildi liggja að baki lýðræðislegrar uppeldisaðferðar fyrir fimm ára gömul leikskólabörn. Við höfum kannað viðhorf og virkni barnanna á útileiksvæði leikskólans þeirra og skoðað hvað börnin hafa að segja um útileiksvæðið. Hvað þau vilja hafa þar og hvort þau geti haft einhver áhrif á það sem þau leika sér með og hvað það er sem börnin vilja hafa og gera á útileiksvæðinu. Við vonumst til að upplýsingarnar, sem við fáum út úr rannsókninni, nýtist til að efla þátttöku barnanna, lýðræði þeirra og að litið sé til sjónarmiða barna í daglegu starfi leikskóla.
    Það sem kveikti áhuga okkar á viðfangsefninu er sú staðreynd að á íslenskum leikskólum er lögð mikil áhersla á útivist barna. Okkur langaði að kanna virkni og sýn barnanna sjálfra á útileiksvæði. Á undanförnum árum hafa rannsakendur kannað sýn og viðhorf á leikskólastarfi út frá sjónarhorni fullorðinna, en minna hefur verið skoðað hvaða sýn og viðhorf leikskólabörnin hafa sjálf. Viljum við beina sjónum okkar að því sem vekur áhuga og spennu barnanna á útileiksvæði leikskóla síns og enn fremur viljum við athuga hvort börnin geti haft áhrif á leik sinn og hvort þau hafi rétt til þátttöku í leikskólastarfinu.

Samþykkt: 
  • 21.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4718


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2009_pdf_fixed.pdf704.65 kBLokaðurHeildartextiPDF