is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4742

Titill: 
  • Stjórnsýsla smærri en víðfeðmra sveitarfélaga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þegar sveitarfélög breytast mikið eins og gerist í sameiningu er að mörgu að huga. Eitt af því er stjórnsýsla þeirra. Það er fremur ólíklegt að skipulag stjórnsýslu sem hentaði 100 manna dreifbýlissveitarfélagi henti 4000 manna sveitarfélagi sem er mjög víðfeðmt og hefur þéttbýli. Af sama skapi er ekki sjálfgefið að skipulag sem hentaði 2000 manna þorpi gangi upp þegar sveitarfélagið er orðið stærra og fjölmennara. Þetta er spurning sem þarf að svara til þess að þessi nýju sveitarfélög fái notið sömu gæða í stjórnsýslu og önnur sveitarfélög sem ekki þurfa að takast á við sameiningu. Helstu niðurstöður þeirrar athugunnar er að hentugast sé að hafa skipulagið einfalt í sniðum. Forustunni er ætlað stórt hlutverk í ákvarðanatöku og hafa góða yfirsýn yfir alla skipulagsheildina. Ekki má vanmeta kosti þess að nýta sér stoðdeildir sem standa utan við hið eiginlega skipulag.

Samþykkt: 
  • 26.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4742


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AdalsteinnLoka.pdf834.87 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna