is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4765

Titill: 
  • Lýðræði og völd forseta Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari BA-ritgerð verður fjallað um hvernig framvinda lýðræðisins á Íslandi mótaði völd forsetaembættisins við stofnun þess fyrir miðja síðustu öld. Í 26. grein stjórnarskrárinnar um málskotsrétt forseta sem hafði verið ónotuð allt fram til ársins 2004, þegar forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson synjaði fjölmiðlalögunum staðfestingar. Það sama átti sér stað í upphafi árs 2010 þegar hann synjaði Icesave frumvarpinu og setti það í dóm þjóðarinnar. Þessi tvö frumvörp eru skoðuð nánar til samanburðar. Málin tvö eru ólík í eðli sínu og sitt sýnist hverjum um synjun forsetans Íslands á hvoru málinu fyrir sig.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að Íslendingar búa við blöndu af beinu lýðræði og fulltrúalýðræði. Það sýnir sig best í þeirri valdheimild sem forsetinn hefur samkvæmt 26. grein stjórnarskrárinnar. Sú heimild að geta sett frumvörp í dóm þjóðarinnar er í anda beins lýðræðis. Það kerfi sem við búum við hér á landi er sérstök blanda af þingræði og forsetaræði sem venjulega er kallað forsetaþingræði.

Samþykkt: 
  • 26.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4765


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðlaugur Gíslasson.pdf660.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna