is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4830

Titill: 
  • Ímyndir kynjanna í kvikmyndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hugmyndir samfélagsins um líkamlega fegurð beinast yfirleitt að konunni. Uppspretta sjónrænnar nautnar áhorfandans (karla sem og kvenna) er líkami konunar og er hann markaðssetur þannig sem og hlutgerður. Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka ímyndir kynjanna í kvikmyndum, staðalímyndir kvenna og karla í kvikmyndum og hvers vegna líkami kvenna sé markaðssettur í kvikmyndum meira en líkami karlmannsins. (Með „markaðssettur“ þá er átt við að kvenlíkaminn dregur að áhorfendur). Mun verða notast við kvikmynda- og mannfræðilega nálgun, þar sem tilteknar kvikmyndir verða skoðaðar og beitt verður femíniskri nálgun við skoðun þessara ákveðnu kvikmynda. Mun verða reynt að setja sig í spor áhorfandans og gláphneigð hans skoðuð. Hvaðan kemur þessi ánægja sem felst í því að gera aðra manneskju að erótísku viðfangi augnaráðsins. Við sjáum ímynd hins fullkomna kvenlíkama haldið uppi hvert sem við lítum, í kvikmyndum, fegurðarsamkeppnum, auglýsingum, tímaritum og einnig íþróttum. Þetta eru fyrirmyndir sem allar konur eiga að leitast eftir að líkjast og allir karlar að þrá. Markaðssetning útlits og líkama er orðinn og hefur verið í gegnum tíðina stór hluti kvikmynda. Kvikmyndir hafa áhrif á líf margra og eiga það til að skapa ákveðnar ímyndir, hugsanir og fyrirmyndir.

Samþykkt: 
  • 30.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_forsida_jun2010doc.pdf13.72 MBLokaðurHeildartextiPDF