is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4837

Titill: 
  • Áhrif atvinnuleysis á áfengis- og fíkniefnaneyslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um rannsóknir sem gerðar hafa verið á áhrifum atvinnuleysis á neyslu áfengis og ólöglegra fíkniefna. Staða mála á Íslandi fyrir og eftir efnahagshrunið sem varð á haustdögum árið 2008 er skoðuð frá ýmsum hliðum. Einkum er litið til þess hvort aukið atvinnuleysi í kjölfar hrunsins hafi haft áhrif til aukningar eða minnkunar á neyslu áfengis og ólöglegra fíkniefna. Niðurstöður sýna að erfitt er að henda reiður á bein áhrif atvinnuleysis á neyslu en þó eru ýmsar vísbendingar sem benda til þess að áhrif séu til staðar. Samdráttur var mikill í sölu áfengis á tímabilinu en það má líklega rekja að miklu leyti til mikilla verðhækkana. Þá er margt sem bendir til þess að mikil aukning hafi orðið á heimabruggi á sama tíma. Eiginlegar tölur varðandi sölu ólöglegra fíkniefna eru eðli málsins samkvæmt ekki til staðar en einhver fækkun varð á brotum sem varða sölu, vörslu og neyslu slíkra efna. Á hinn bóginn má segja að um verulega aukningu hafi verið að ræða í málum sem varða framleiðslu kannabisefna sem bendir til þess að fólk sé í mun meira mæli að framleiða slík efni á Íslandi nú en áður fyrr. Höfundi þykja þessar vísbendingar um aukna neyslu áfengis og ólöglegra fíkniefna í kjölfar efnahagshrunsins gefa tilefni til þess að félagsráðgjafar ættu að vera meðvitaðir um möguleg áhrif atvinnuleysis á aukna neyslu einstaklinga þegar unnið er með skjólstæðinga sem misst hafa vinnuna. Aukin neysla áfengis og ólöglegra fíkniefna getur haft mikil neikvæð áhrif á einstaklinginn og hans nánustu ásamt því að minnka möguleika hans á því að fá vinnu að nýju. Því getur þekking félagsráðgjafans á mögulegum afleiðingum atvinnuleysis fyrir einstaklinga og fjölskyldur skipt sköpum svo hægt sé að grípa til viðeigandi ráðstafana ef þurfa þykir.

Samþykkt: 
  • 30.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eva Ólafsdóttir - áhrif atvinnuleysis á áfengis- og fíkniefnaneyslu.pdf712.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna