is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4847

Titill: 
  • „Maður er passaður eins og smábarn.“ Líðan aldraðra inn á altækum stofnunum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvaða þættir hafa áhrif á líðan aldraðra sem búa á hjúkrunarheimili. Rannsóknin er þríþætt, skoðuð er líðan aldraðra inn á altækri stofnun, kannað er hvernig sjálf vistmanna birtist inn á stofnuninni og hvernig samskiptaferli vistmanna við starfsmenn og aðstandendur er háttað. Rannsóknin er eigindleg og er tilviksathugun. Gögnum var safnað með tvennum hætti, á vettvangi samhliða því að rannsakandi vann við aðhlynningu í rúma tuttugu mánuði og með viðtölum við átján manns, níu vistmenn, fimm aðstandendur og fjóra starfsmenn. Rannsóknin er tileinkuð þeim vistmönnum er tóku þátt.
    Niðurstöður gefa til kynna að jákvæð og regluleg samskipti vistmanna við aðstandendur og starfsmenn ásamt samskiptum við aðra vistmenn er lykilatriði í vellíðan þeirra. Öllum vistmönnum bar saman um að það væri fyrst og fremst öryggi að flytja inn á stofnun þar sem hjúkrunarþjónusta væri tiltæk allan sólarhringinn. Aðrir þættir sem höfðu áhrif á líðan þeirra voru sjálfræði, einmanakennd, fjölskyldustuðningur og nálægð við dauðann. Margir vistmenn töluðu um umhyggju, aðbúnað, daglega virkni og dægrastyttingu sem mikilvæga þætti fyrir líðan.

Samþykkt: 
  • 30.4.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4847


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líðan aldraðra inn á altækum stofnunum.pdf733.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna