is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4854

Titill: 
  • Eitt bros - getur dimmu í dagsljós breytt. Að eiga þunglynda móður
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands og fjallar um hvaða áhrif þunglyndi móður hefur á barn. Þegar barn fæðist er það ósjálfbjarga og verður að treysta á þá sem í kringum það er. Foreldrar eða helstu umönnunaraðilar barns bera mikla ábyrgð og verða að veita ákveðna þætti hvað varðar uppeldi. Við fæðingu myndar barn tilfinningaleg tengsl við móður eða helsta umönnunaraðila. Þessi tengsl geta endurspeglað komandi framtíð hjá barninu.
    Að eiga móður sem glímir við þunglyndi getur haft áhrif á líf barns. Fyrir flestar konur er það jákvæð lífsreynsla að eignast barn en margar geta upplifað vanlíðan á fyrstu mánuðum í nýju hlutverki, foreldrahlutverki. Þunglynd móðir getur átt í erfiðleikum með að mynda tilfinningaleg tengsl við barn sitt við fæðingu. Truflun á tilfinningatengslum móður og barns getur leitt til geðrænna og tilfinningalegra vandamála í framtíð barns. Því er mikilvægt að barn myndi þessi tengsl við sinn helsta umönnunaraðila, hvort sem það er móðir, faðir eða amma og afi.
    Ýmsir þættir geta aukið líkur á að barn þrói með sér geðræn vandamál í komandi framtíð. Ef móðir er þunglynd hefur það áhrif á hegðun, skólagöngu og tilfinningalegan og andlegan vanda barns. Góð skapgerð barns, félagsfærni og góð greind eru þættir í fari barns sem minnka áhrif áhættuþátta.

Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4854


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ba_ritgerd_2010.pdf590.41 kBLokaðurHeildartextiPDF