is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/486

Titill: 
  • Ýsueldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lykilorð: Ýsa, markaður, arðsemi, ýsueldi, seiðaeldi, matfiskeldi, slátrun og vinnsla.
    Verkefnið fjallar um hvaða aðferðum er beitt við ýsueldi, markaði fyrir ýsuafurðir og arðsemismat. Markmið verkefnisins er að athuga hvaða þekking er fyrir hendi um ýsueldi og kanna hvaða þættir eru mikilvægastir fyrir arðsemi ýsueldis á Íslandi. Rannsóknarspurning verkefnisins er því: Hver er framtíð ýsueldis á Íslandi?
    Hér á landi hafa ekki verið framleidd ýsuseiði en mjög svipuðum aðferðum er beitt við framleiðslu ýsuseiða og við þorskseiðaeldi. Það má skipta framleiðsluferlinu niður í fjóra þætti, hrognaframleiðslu, klak, lirfu- og seiðastig. Helstu vandamál seiðaeldis eru mikil afföll á lirfu- og seiðastigi. Það tekur um þrjú ár frá klaki að ala ýsu upp í markaðsstærð sem er u.þ.b. 2-2,5 kg. Til þess að ná sem bestum árangri í ýsueldi er mikilvægt að stunda kynbætur á klakfiski, slíkt hefur gefið góða raun með aðrar tegundir t.d. á laxi.
    Afurðir eldisfisks eru oftast seldar ferskar úr landi og er það sá markaður sem líklegastur er að henti fyrir afurðir eldisýsu, einkum vegna þess að verð eru hæst á þessum mörkuðum. Meðalverð ferskra flaka á árinu 2002 var 724 kr/kg og meðalverð á heilli slægðri ýsu 176 kr/kg. Langstærstu markaðir fyrir ýsu frá Íslandi eru í Bandaríkjunum og Bretlandi.
    Arðsemismat ýsueldis sýnir neikvæða arðsemi. Helstu þættir sem þurfa að breytast eru seiðaverð, fóðurverð og vaxtarhraði. Framleiðslukostnaður fyrir ýsu, sem alin er í 21 mánuð í sjókvíum og miðað við 300g upphafsstærð, er 288 kr/kg. Ef eldistíminn er lengdur í 33 mánuði og útsett seiði eru 150g, lækkar framleiðslukostnaðurinn niður í 240 kr/kg.
    Niðurstaða verkefnisins er að ýsueldi á Íslandi muni verða á rannsóknarstigi næstu árin og þær rannsóknir muni aðallega snúast um að auka vaxtarhraða og lækka framleiðslukostnað.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/486


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ysueldi.pdf1.14 MBOpinnÝsueldi - heildPDFSkoða/Opna