is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/490

Titill: 
  • Stefnumótun Eskju hf.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Eskja er fiskvinnslufyrirtæki sem starfað hefur í 60 ár. Fyrirtækið hefur gengið í gegnum mikinn hreinsunareld og yngri menn teknir við stjórnartaumunum. Fyrirtækið hefur verið að tileinka sér nýja stjórnunarhætti á síðustu árum og framkvæma stefnumótun. Höfundar verkefnisins hafa unnið mörg verkefni með Eskju og fannst spennandi að bera saman stefnumótunarvinnu þeirra við stefnumótunarfræði.
    Stefnumótun gegnir mikilvægu hlutverki fyrir stjórnir fyrirtækja og stofnana. Skilvirk stefnumótun hefur áhrif á framvindu starfseminnar og styrkir hana í samkeppni. Markmið stefnumótunar er að móta skýra framtíðarsýn fyrir meginþætti starfseminnar, setja þeim markmið, framkvæma og að lokum mæla árangur. Skipulagið tekur mið af stefnunni og er verkfæri stjórnar til að fylgja henni eftir og framkvæma. Höfundar ákváðu að fara eftir stefnumótunarferli eins og Thompson og Strickland hafa sett það fram.
    Stjórnendur Eskju hafa unnið að stefnumótun fyrir fyrirtækið. Tekin var fyrir stefnumótun Eskju fyrir árið 2004, hún borin saman við fræðin og skoðað hvort hún væri að skila árangri til baka í fyrirtækið. Verkefnið felur í sér úttekt á stefnunni og samanburð að hætti fræðanna. Farið var í gegnum atvinnu- og samkeppnisgreiningu þar sem gerð var grein fyrir þáttum er hafa áhrif á fyrirtæki eins og Eskju. Teiknaðir voru upp helstu samkeppnisaðilar og fundnir lykilþættir Eskju. Í innviðagreiningu var farið í svót-greiningu og samkeppnismat gert með rýnihóp. Rannsóknarspurningunni var svarað með því að lagt var mat á stefnumótunina, ferlið og greint frá árangri. Að lokum er greint frá niðurstöðum og settar fram tillögur af hálfu höfunda.
    Lykilorð: Stefnumótun, hlutverk, framtíðasýn, gæði og árangur.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
eskja.pdf2.88 MBLokaðurStefnumótun Eskju hf.- heildPDF
eskja-e.pdf197.07 kBOpinnStefnumótun Eskju hf.- efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
eskja-h.pdf226.22 kBOpinnStefnumótun Eskju hf.- heimildaskráPDFSkoða/Opna