is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4933

Titill: 
  • Þurfa heyrnarlausir að læra að heyra eða heyrandi að læra að sjá. Leiðir heyrnarlausra að lestri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið ritgerðarinnar er að komast að því hvernig heyrnarlausir læra að lesa og hvort þeir þurfi aðrar kennsluaðferðir en heyrandi jafnaldrar sínir. Fjallað verður stuttlega um máltöku barna og sögu menntunar heyrnarlausra. Rædd verða nokkur af þeim atriðum sem hafa áhrif á lestrarnám okkar og kennsluaðferðir verða skoðaðar með tilliti til lesturs. Til dæmis verður raddmálsstefnan nefnd þar sem aðal áherslan var lögð á að heyrnarlausir lærðu að tala íslensku hvað sem það kostaði svo annað nám sat á hakanum. Alhliða boðskipti koma líka við sögu en þá voru allar mögulegar leiðir notaðar til samskipta en þó var markmiðið að heyrnarlausir lærðu að tala. Tvítyngisstefnan er einnig skoðuð en þar er gengið út frá því að táknmál og íslenska séu jafnvíg mál og umræða um tungumál og mismunandi uppbyggingu þeirra ýti undir málvitund þeirra. Með tilkomu tvítyngisstefnunnar fór námsárangur og möguleikar heyrnarlausra barna að aukast. Tekin verða dæmi um hvernig heyrnarlaus börn hafa nálgast lestur með þessari aðferð á árangursríkan hátt.

Samþykkt: 
  • 5.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4933


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerd.pdf319.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna